Hoppa yfir valmynd

Íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Aðalskipulagsbreyting.

Málsnúmer 1907110

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. ágúst 2019 – Bæjarráð

Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin var fyrir greinargerð og uppdráttur dags. 22. júlí 2019. Um er að ræða endurupptöku á áður auglýstri breytingu sem hætt var við þar sem ekki lá fyrir staðfest hættumat af ofanflóðavörnum við Búðargil sem nú liggur fyrir. Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt.

Bæjarráð samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




24. júlí 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Vesturbyggð vinnur nú að breytingum á aðalskipulagi 2006-2018. Tekin er fyrir greinargerð og uppdráttur dagsett 22.júlí 2019. Um er að ræða endurupptöku á áður auglýstri breytingu sem hætt var við þar sem ekki lá fyrir staðfest hættumat af ofanflóðavörnum við Búðargil sem nú liggur fyrir.

Viðfangsefni breytingarinnar er að breyta afmörkun á íbúðarsvæði á Bíldudal við Lönguhlíð og stækka það nokkuð á kostnað opins svæðis sem er vannýtt.

Tillagan er samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa aðalskipulagsbreytinguna skv. 31 gr. skipulagslaga nr.123/2010.




5. desember 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 9. septemeber til 21. október 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun. Umsagnir leiddu ekki til breytinga á tillögunni.

Skiplags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




11. desember 2019 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018, íbúðarsvæði við Lönguhlíð, Bíldudal. Tillagan var auglýst frá 9. septemeber til 21. október 2019. Engar athugsemdir bárust á auglýsingatíma.

Fyrir liggja umsagnir frá Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun. Umsagnir leiddu ekki til breytinga á tillögunni.

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og felur skipulagsfulltrúa afgreiðslu í samræmi við 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.