Hoppa yfir valmynd

Ósk eftir landi í Mikladal

Málsnúmer 1907124

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

20. ágúst 2019 – Bæjarráð

Tekið fyrir erindi frá Gísla Rúnari Kristinssyni f.h. Motowest dags. 26. júlí 2019, þar sem óskað er eftir landi í Mikladal undir krossbraut. Áhugi á mótorsporti á sunnanverðum Vestfjörðum hefur farið vaxandi síðastliðin ár og myndi krossbraut auka forvarnargildi hjá unglingum, stuðla að hreyfingu og koma í veg fyrir utanvegar akstur.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og þakkar fyrir framtakið að auka framboð í tómstundum og vísar því til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisráði.




17. september 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi vísað til skipulags- og umhverfisráðs frá 877. fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Erindi frá Gísla Rúnari Kristinssyni f.h. Motowest dags. 26. júlí 2019, þar sem óskað er eftir landi í Mikladal undir krossbraut. Áhugi á mótorsporti á sunnanverðum Vestfjörðum hefur farið vaxandi síðastliðin ár og myndi krossbraut auka forvarnargildi hjá unglingum, stuðla að hreyfingu og koma í veg fyrir utanvegar akstur.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið og bendir á að finna þarf nýjan stað fyrir óvirkan úrgang ef svæðið verður tekið til þessara nota. Ennfremur bendir ráðið á að svæði sem þetta er deiliskipulagsskylt.