Hoppa yfir valmynd

Fjallskil 2019

Málsnúmer 1907126

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

14. ágúst 2019 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Lögð fyrir drög að fjallskilaseðli 2019 sem unnin voru með hliðsjón af fjallskilaseðli fyrra árs. Dagsverkum skv. fjallskilaseðli er deilt í hlutfalli við heildarfjölda fjár hvers fjáreiganda. Sveitarstjóra Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjóra Vesturbyggðar falið að senda fjallskilaseðil út og birta hann á heimasíðum sveitarfélagana. Einnig er þeim falið að senda sérstakt bréf á leitar- og réttarstjóra um hlutverk þeirra og skyldur vegna fjallskila. Frestur til athugasemda um efni fjallskilaseðilsins 2019 skal vera til og með 1. september 2019.

Fjallskilanefnd mun boða sauðfjárbændur í Tálknafjarðahrepp og Vesturbyggð til fundar eftir seinni leitir, þar sem farið verður yfir framkvæmd við fjallskil 2019 og mögulega gjaldtöku 2020. Fundartími verður auglýstur síðar.

Samþykkt samhljóða.




19. nóvember 2019 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Rætt um dagsetningu fyrir fund með sauðfjárbændum til að fara yfir framkvæmd fjallskila 2019 og undirbúning fjallskilaseðils 2020. Rætt um að fá gesti á fundinn og fundartími ákveðinn í samráði við gesti.




20. ágúst 2019 – Bæjarráð

Lagður fram til kynningar fjallskilaseðill 2019 sem birtur var 16. ágúst 2019.




12. september 2019 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Teknar fyrir athugasemdir sem bárust við fjallskilaseðil 2019 og þær ræddar. Athugasemdir bárust vegna fjölda dagsverka á tilteknum svæðum og ákveðið að fara yfir afmörkun dagsverka á fundi með sauðfjárbændum eftir síðustu leitir.

Þá voru tekin fyrir erindi skipaðra leitar- og réttarstjóra skv. fjallskilaseðli á leitarsvæði 8 og 9 sem óskað hafa eftir lausn frá störfum.

Samþykkt samhjóða að skipa bæjarstjóra Vesturbyggðar sem leitar- og réttarstjóra á leitarsvæði 8 og sveitarstjóra Tálknafjarðahrepps á leitarsvæði 9 norður og Esther Gísladóttur, leitar- og réttarstjóra á leitarsvæði 9 suður.