Hoppa yfir valmynd

Ferðaþjóustan Hnjóti, umsagnarbeiðni

Málsnúmer 1907127

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. ágúst 2019 – Bæjarráð

Lagt fram bréf sýslumannsins á Vestfjörðum ásamt fylgiskjölum með beiðni umsögn dags. 29. júlí 2019 um umsókn Kristins Þór Egilssonar, um leyfi til að reka gististað í flokki II (gististaður án veitinga) að Hnjóti í Vesturbyggð.

Bæjarráð frestar afgreiðslu og óskar eftir minnisblaði byggingafulltrúa og slökkviliðsstjóra um mannvirki og brunavarnir.




3. september 2019 – Bæjarráð

Lagt fram bréf sýslumannsins á Vestfjörðum ásamt fylgiskjölum með beiðni umsögn dags. 29. júlí 2019 um umsókn Kristins Þór Egilssonar, um leyfi til að reka gististað í flokki II (gististaður án veitinga) að Hnjóti í Vesturbyggð.
Bæjarráð gerir ekki athugasemd við veitingu gistileyfis fyrir íbúðarhúsið að Hnjóti I fastanr. 212-3294 fyrir allt að 19 gesti. Jákvæð umsögn Vesturbyggðar er háð því að rekstraraðili sýni fram á að hann hafi samið við Gámaþjónustuna ehf. eða aðra sambærilega aðila um förgun á sorpi sem fellur til við starfsemi gististaðarins og gert sé ráð fyrir viðeigandi fjölda bílastæða.

Byggingafulltrúi kom inná fundinn klukkan 9:00