Hoppa yfir valmynd

Mýrar, Patreksfirði. Hraðakstur.

Málsnúmer 1908035

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. september 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Guðmundi P. Halldórssyni, Mýrum Patreksfirði. Í erindinu er lýst yfir áhyggjum af miklum umferðarhraða við Mýrarnar. Barnmargt sé orðið í götunni og bílum sé lagt beggja vegna götunnar. Bréfritari leggur til hraðahindranir við innri enda götunnar sem og fyrir miðju til að takmarka hraðann.

Skipulags- og umhverfisráð þakkar bréfritara fyrir erindið. Mikilvægt er að fara yfir umferðaröryggismál í sveitarfélaginu, ráðið leggur til við sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að umferðarskilti verði yfirfarin sem og tillögur gerðar að nýjum hraðahindrunum í þéttbýlinu með fjárhagsáætlun ársins 2020 í huga.