Hoppa yfir valmynd

Komur skemmtiferðaskipa 2019

Málsnúmer 1909036

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

8. október 2019 – Menningar- og ferðamálaráð

Fyrir þennan dagskrárlið komu inn á fundinn Elfar Steinn Karlsson hafnarstjóri Vesturbyggðar og Gunnþórunn Bender framkvæmdarstjóri Westfjords Adventures.

Lögð fram til kynningar gögn í tengslum við komu skemmtiferðaskipa til Patreksfjarðarhafnar. Umræða um áhrif komu skemmtiferðaskipa, tekjur og gjöld.
Menningar-og ferðamálaráð fagnar auknum umsvifum í komum skemmtiferðaskipa til Vesturbyggðar, enda eru þau stór hlekkur í ferðamannastraumnum á svæðið. Ráðið telur mikilvægt að sveitarfélagið vandi til verka í öllum verkferlum við móttöku skipanna og innviðauppbyggingu. Ráðið leggur til við hafna-og atvinnumálaráð að farið verið í uppfærslu kynningarefnis hafnarinnar, ásamt því að auka upplýsingaflæðið um komurnar fyrir íbúa Vesturbyggðar.




14. október 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri fór yfir tekjur vegna skemmtiferðaskipa á Patrekshöfn á árinu 2019, einnig kynnti hafnarstjóri hugmyndir að breytingum á kynningarefni.