Hoppa yfir valmynd

Bygging sundlaugar á Bíldudal, áskorun frá bæjarbúum.

Málsnúmer 1909040

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. september 2019 – Bæjarráð

Lögð fram áskorun til bæjarstjórnar Vesturbyggðar þar sem skorað er á Vesturbyggð að hefja undirbúning að byggingu sundlaugar á Bíldudal. Bæjarráð þakkar áskorunina og vísar henni til umræðna í bæjarstjórn.
24. september 2019 – Bæjarstjórn

Lögð fram áskorun til bæjarstjórnar Vesturbyggðar þar sem skorað er á Vesturbyggð að hefja undirbúning að byggingu sundlaugar á Bíldudal.

Iða Marsibil Jónsdóttir forseti bæjarstjórnar lagði fram eftirfarndi bókun:
Ég fagna því frumkvæði sem íbúar Bíldudals hafa tekið við söfnun undirskrifta til þess að setja fram skýlausa kröfu um það að bæjarstjórn hefjist handa við undirbúning byggingu sundlaugar á staðnum sem allra fyrst. Að mínu mati eru það sjálfsögð lífsgæði í nútíma samfélagi að sundlaug sé á Bíldudal sem og í öðrum þéttbýliskjörnum í sveitarfélaginu og löngu orðið tímabært að bæði ungir sem aldnir geti notið þeirrar afþreyingar og hreyfingar sem iðkun sunds hefur í för með sér án þess að þurfa að sækja sundlaugar í aðra byggðakjarna sveitarfélagsins.

Bæjarstjórn tekur undir bókun forseta og vísar tillögunni áfram til gerðar fjárhagsáætlunar 2020.

Til máls tóku: Forseti og FM.