Hoppa yfir valmynd

Dufansdalur efri - umsókn um framkvæmdaleyfi, heimreið.

Málsnúmer 1909054

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. nóvember 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi Dufansdalur Efri. dagsett 12. september 2019. Umsækjendur eru Þórarinn K. Ólafsson og Arnhildur Ásdís Kolbeinsdóttir. Skipulagsfulltrúi hafði áður stöðvað framkvæmdir.

Sótt er um leyfi til að gera heimreið sunnan Dufansdalsár í landi Dufansdals Efri. Lengd vegarins er 2,2 km og breidd um 4 m. Um er að ræða malarpúða án þess að rutt sé fyrir veginum áður eða annað ónauðsynlegt jarðrask gert. Meðalhæð malarpúða fyrir þjöppun er a.m.k. 50 cm sem myndar burðarlag vegarins sem undirlag undir fínna efni. Að mestu er fylgt hæðum og lægðum í landinu.

Meðfylgjandi erindinu er afstöðumynd, ásamt leiðarlýsingu og lýsing á staðarháttum og efnistöku í heimreiðina og samþykki Vegagerðarinnar vegna tengingar heimreiðar við Bíldudalsveg.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Framkvæmdaraðila er bent á að við framkvæmdir skal gæta þess að gengið sé vel frá landinu eftir að efnistöku lýkur og að gengið sé vel frá vegfláum þannig að vegurinn verði sem minnst áberandi í landinu. Skipulags- og umhverfisráð telur það ámælisvert að framkvæmdaraðili hafi hafið framkvæmd áður en tilskilin leyfi hafi legið fyrir af hálfu sveitarfélagsins. Í ljósi fyrirhugaðra skógræktaráforma umsækjenda vill skipulags- og umhverfisráð benda á að þau áform eru einnig tilkynningarskyld til sveitarfélagsins í flokki C skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.




25. nóvember 2019 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi í Dufansdal Efri. dags. 12. september 2019. Umsækjendur eru Þórarinn K. Ólafsson og Arnhildur Ásdís Kolbeins. Skipulagsfulltrúi hafði áður stöðvað framkvæmdir.

Sótt er um leyfi til að gera heimreið sunnan Dufansdalsár í landi Dufansdals Efri. Lengd vegarins er 2,2 km og breidd um 4 m. Um er að ræða malarpúða án þess að rutt sé fyrir veginum áður eða annað ónauðsynlegt jarðrask gert. Meðalhæð malarpúða fyrir þjöppun er a.m.k. 50 cm sem myndar burðarlag vegarins sem undirlag undir fínna efni. Að mestu er fylgt hæðum og lægðum í landinu. Meðfylgjandi erindinu er afstöðumynd, ásamt leiðarlýsingu og lýsing á staðarháttum og efnistöku í heimreiðina og samþykki Vegagerðarinnar vegna tengingar heimreiðar við Bíldudalsveg.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 66. fundi sínum 11. nóvember 2019 umsóknina fyrir sitt leyti og að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2012. Samkvæmt bókun skipulags og umhverfissráðs er framkvæmdaraðila bent á að við framkvæmdir skal gæta þess að gengið sé vel frá landinu eftir að efnistöku lýkur og að gengið sé vel frá vegfláum þannig að vegurinn verði sem minnst áberandi í landinu. Þá telur skipulags- og umhverfisráð það ámælisvert að framkvæmdaraðili hafi hafið framkvæmd áður en tilskilin leyfi hafi legið fyrir af hálfu sveitarfélagsins.

Þá var lögð fram umsókn um þátttöku í skógrækt dags. 29. júlí 2019 og tekur bæjarstjórn undir leiðbeiningu skipulags- og umhverfisráðs að þau áform eru einnig tilkynningarskyld til sveitarfélagsins í flokki C. skv. lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum.

Til máls tóku: Forseti og ÁS.

Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.