Hoppa yfir valmynd

Umsókn um lóð undir eldsneytisafgreiðslu - Bíldudal.

Málsnúmer 1909059

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. október 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Festi dagsett 17.9.2019. Í erindinu er sótt um lóð undir eldsneytisafgreiðslu á svæði neðan við iðnaðarsvæði I3 í gildandi Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fundin verði lóð fyrir Festi hf. á iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól undir eldsneytisafgreiðslu og jafnframt að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 þar sem iðnaðarsvæði verði stækkað að Bíldudalsvegi. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verði einnig farið í breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal. Er það í samræmi við þær tillögur sem liggja fyrir í endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030 sem og við áður auglýsta tillögu að deiliskipulagi.
16. október 2019 – Bæjarstjórn

Erindi frá Festi dagsett 17.9.2019. Í erindinu er sótt um lóð undir eldsneytisafgreiðslu á svæði neðan við iðnaðarsvæði I3 í gildandi Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018.
Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fundin verði lóð fyrir Festi hf. á iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól undir eldsneytisafgreiðslu og jafnframt að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 þar sem iðnaðarsvæði verði stækkað að Bíldudalsvegi. Samhliða aðalskipulagsbreytingunni verði einnig farið í breytingu á deiliskipulagi fyrir iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól á Bíldudal. Er það í samræmi við þær tillögur sem liggja fyrir í endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030 sem og við áður auglýsta tillögu að deiliskipulagi.

Bæjarstjórn samþykkir bókun skipulags- og umhverfisráðs um að fundin verði lóð við iðnaðar- og hesthúsasvæði við Járnhól. Bæjarstjórn vekur athygli á að ekki standi til að leggja veg að lóðinni að svo stöddu. Bæjarstjórn heimilar einnig að farið verði í breytingu á Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2006-2018 og að gerð verði breyting á deiliskipulagi fyrir sama svæði. Kostnaður verði greiddur af lóðarumsækjanda.
10. september 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Festi dags. 26.08.2020. Í erindinu eru kynntar hugmyndir að útfærslu eldsneytisafgreiðslu við Járnhól á Bíldudal. Erindinu fylgja teikningar unnar af Verkhof ehf.

Skipulags- og umhverfisráð tekur jákvætt í erindið en áréttar að ætlast er til þess að frágangur verði framkvæmdaraðila til sóma og hugað verði að langtímalausnum við útfærslu á eldsneytisgeymum og lóðarfrágangi. Ráðið kallar eftir fullnaðarhönnun á útliti.