Hoppa yfir valmynd

Mengandi flotbryggja við Flókatóftir.

Málsnúmer 1910005

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. október 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram erindi Umhverfisstofnunar vegna flotbryggju sem liggur í fjöru við Flókatóftir Brjánslæk.
Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs og
beinir því til hafna- og atvinnumálaráðs að flotbryggjan verði fjarlægð eins fljótt og auðið er.




14. október 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekið fyrir erindi Umhverfisstofnunar þar sem vakin er athygli á flotbryggju sem liggur undir skemmdum við Flókatóftir á Brjánslæk.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnarstjóra að kanna með kostnað við flutning á bryggjunni til Patreksfjarðar, ennfremur felur ráðið hafnarstjóra að tryggja bryggjuna svo ekki hljótist frekara tjón eða mengun af bryggjunni.