Hoppa yfir valmynd

Úttekt á Slökkviliði Vesturbyggðar 2019

Málsnúmer 1910024

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. október 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir bréf Mannvirkjastofnunar dags. 25. september 2019 vegna úttektar á slökkviliði Vesturbyggðar 28. maí 2019. Markmið úttektarinnar var að fylgja eftir hvernig slökkviliðið vinnur í samræmi við lög, reglugerðir og eigin brunavarnaráætlun.

Slökkviliðsstjóri kom inn á fundinn og fór yfir úttekt Mannvirkjastofnunar og lagði fram yfirlit yfir úrbætur.




17. desember 2019 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 25. nóvember 2019 frá Mannvirkjastofnun þar sem farið er yfir athugasemdir stofnunarinnar við brunavarnaáætlun Vesturbyggðar.

Bæjarstjóra falið að svara bréfi Mannvirkjastofnunar í samvinnu við slökkviliðsstjóra.