Hoppa yfir valmynd

Bíldudalsflugvöllur - umsókn um byggingarleyfi, vélargeymsla.

Málsnúmer 1910061

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. október 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Isavia, dagsett 30. september 2019. Í erindinu er sótt um byggingarleyfi fyrir vélargeymslu við flugvöllinn á Bíldudal.
Um er að ræða 247 fermetra verkstæðishús, burðarvirki úr límtré og veggir og þak úr yleiningum. Meðfylgjandi erindinu er umsóknareyðublað, tilnefning hönnunarstjóra og aðaluppdrættir.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir byggingaráformin og telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem það varðar ekki hagsmuni annarra en lóðarhafa og sveitarfélagsins sjálfs.