Hoppa yfir valmynd

19100040 - Framlög til stjórnmálasamtaka 2018

Málsnúmer 1910109

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. október 2019 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur Ríkisendurskoðunar dags. 10. október 2019 þar sem óskað er eftir upplýsingum um framlög sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka á árinu 2018. Þá er áréttað að sveitarfélaginu ber skylda til við greiðslu framlaga á árinu 2019 að ganga úr skugga um að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi staðið skil á ársreikningum til Ríkisendurskoðunar í samræmi við ákvæði 8. og 9. gr.laga um fjármál stjórnmálasamtaka og frambjóðenda og um upplýsingaskyldu þeirra, nr. 162/2006.

Bæjarráð felur sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs að senda umbeðnar upplýsingar til Ríkisendurskoðunar innan frests.