Hoppa yfir valmynd

Byggðakvóti fiskveiðiárið 2019-2020

Málsnúmer 1910171

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. október 2019 – Bæjarráð

Lagt fyrir minnisblað bæjarstjóra dags. 17. október 2019 vegna byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020. Í minnisblaðinu er lagt til að bæjarráð skipi vinnuhóp sem undirbúi og uppfæri tillögur að sérreglum um úthlutun byggðakvóta í Vesturbyggð.

Bæjarráð tekur jákvætt í tillöguna og leggur til að vinnuhópurinn verður skipaður þremur fulltrúum. Hópurinn skal skila tillögum um úthlutun byggðakvóta í Vesturbyggð eigi síðar en 8. nóvember 2019.
7. janúar 2020 – Bæjarráð

Tekið fyrir bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember 2019 vegna úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020.

Úthlutun sem fellur í hlut Vesturbyggðar skv. bréfinu er eftirfarandi:
Bíldudalur 73 þorksígildislestir
Brjánslækur 15 þorskígildislestir
Patreksfjörður 0 þorskígildislestir

Í bréfinu er Vesturbyggð veittur frestur til 27. janúar 2020 til að skila inn tillögum að séstökum skilyrðum varðandi úthlutun byggðakvóta innan sveitarfélagsins eða einstakra byggðalaga.
Bæjarráð vísar málinu til hafna- og atvinnumálaráðs og felur því að koma með tillögu að sérstökum skilyrðum Vesturbyggðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020. Tillögurnar skulu lagðar fyrir næsta fund bæjarstjórnar til staðfestingar.
15. janúar 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember 2019 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020. Úthlutun sem fellur í hlut Vesturbyggðar skv. bréfinu er eftirfarandi:

Bíldudalur 73 þorksígildislestir
Brjánslækur 15 þorskígildislestir
Patreksfjörður 0 þorskígildislestir

Bréfið var tekið fyrir á 15. fundi hafna- og atvinnumálaráðs og lagði ráðið til að farið yrði með úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 676/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020, þó með sambærilegum sérreglur og staðfestar voru á síðasta fiskveiðiári 2018/2019.

Til máls tóku: Forseti, MJ, Bæjarstjóri og MÓÓ

Forseti leggur til að tillaga hafna- og atvinnumálaráðs verði staðfest.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða.
13. janúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember 2019 um úthlutun byggðakvóta til byggðarlaga á fiskveiðiárinu 2019/2020. Málinu var vísað til ráðsins á 888. fundi bæjarráðs 7. janúar 2019 þar sem hafna- og atvinnumálaráði er falið að koma með tillögu að sérstökum skilyrðum Vesturbyggðar um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til við bæjarstjórn að farið verði með úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa samkvæmt reglugerð nr. 676/2019 um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020, þó með eftirfarandi breytingum:

a)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Skipting þess aflamarks, sem nú kemur í hlut byggðarlags, auk þess aflamarks byggðarlagsins sem kann að vera eftir af úthlutun fyrra fiskveiðiárs, skal að öðru leyti fara fram til einstakra fiskiskipa sem uppfylla skilyrði 1. gr., sbr. og reglur um sérstök skilyrði fyrir úthlutun byggðakvóta í einstökum sveitarfélögum sem ráðuneytið staðfestir samkvæmt 2.-3. gr., eftir því sem við á, og skal skipt hlutfallslega, af því aflamarki sem fallið hefur til viðkomandi byggðarlags, miðað við allan landaðan botnfiskafla í tegundum sem hafa þorskígildisstuðla, í þorskígildum talið, innan sveitarfélagsins á tímabilinu 1. september 2018 til 31. ágúst 2019.
b)Ákvæði 2. mgr. 4. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Afli af fiskiskipum sem landað er í sveitarfélagi af bátum sem ekki eru skráðir innan viðkomandi sveitarfélags á sama tíma, telst ekki til landaðs afla samkvæmt 1. mgr.
c)Ákvæði 1. málsl. 1. mgr. 6. gr. reglugerðarinnar breytist og verður: Fiskiskipum er skylt að landa þeim afla sem telja á til byggðakvóta til vinnslu innan sveitarfélagsins á tímabilinu frá 1. september 2019 til 31. ágúst 2020.

Með ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra er magn byggðakvóta sem úthlutað er til byggðalaga innan Vesturbyggðar skert verulega á milli ára og er engum byggðakvóta úthlutað á Patreksfjörð. Hafna- og atvinnumálaráð gerir athugasemd við þær breytingar sem gerðar voru á forsendum úthlutunarinnar milli ára þar sem starfshópur vinnur nú að endurskoðun úthlutunar byggðakvóta Þá verði ekki séð af úthlutun byggðakvótans á fiskveiðiárinu 2019/2020 að horft hafi verið til meginmarkmiða byggðakvóta, þ.e. að skapa aukna atvinnu og störf í landi og lýsir hafna- og atvinnumálaráð því yfir miklum vonbrigðum með niðurstöðu úhlutunarinnar.