Hoppa yfir valmynd

Haustþing Fjórðungssambands Vestfjarða 25. -26. október 2019

Málsnúmer 1910175

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

22. október 2019 – Bæjarráð

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur fram eftirfarandi ályktanir á haustþingi Fjórðungssambands Vestfjarða sem haldið verður á Hólmavík 25. - 26. október 2019.

Það er verkefni einstakra sveitarfélaga á Vestfjörðum að kanna vilja sinna íbúa til sameiningar. Bæjarráð Vesturbyggðar leggst því gegn því að stjórn Fjórðungssambands Vestfirðinga leiði eða beiti sér í málefnum um sameiningu sveitarfélaga skv. þingsályktun um Stefnumótandi áætlun í málefnum sveitar­félaga fyrir árin 2019?2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019?2023. Þá telur bæjarráð Vesturbyggðar að ekki sé komið að þeim tímamótum, að unnt sé að horfa til heildstæðrar sameiningar allra sveitarfélaga á Vestfjörðum, þar sem enn eru samgöngur innan svæða sem og á milli svæða óboðlegar. Á árinu 2019 eru enn mörg svæði og byggðakjarnar innan Vestfjarða sem ekki er unnt að horfa á sem eitt atvinnusvæði allt árið um kring. Það er því nauðsynlegt að sveitarfélögin fái það svigrúm sem þingsályktunin gerir ráð fyrir til að ræða sín á milli um frekari sameiningar og samgönguúrbætur, áður en horft verði til sameiningar Vestfjarða í heild sinni.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til við Fjórðungssamband Vestfirðinga að farið verði í að vinna uppfærða heildaráætlun um jarðgangnagerð á Vestfjörðum. Í áætluninni verði metnir helstu jarðgangnakostir á Vestfjörðum og þeim forgangsraðað með tilliti til atvinnusóknarsvæða, verðmætasköpunar, sameiningu sveitarfélaga, þjónustu og samfélagslegra áhrifa. Horft verði sérstaklega til bættra samgangna með jarðgöngum innan sameinaðra sveitarfélaga, svo sem á sunnaverðum Vestfjörðum, undir Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði. Slík jarðgangnaáætlun yrði mikilvægt gagn fyrir baráttu Vestfirðinga fyrir nútímasamgöngum og nauðsynlegt innlegg í jarðgangnaáætlun ríkisins sem nú er til endurskoðunar.

Bæjarráð Vesturbyggðar leggur til við Fjórðungssamband Vestfirðinga að skorað verði á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, umhverfis- og auðlindaráðherra, Vegagerðina, Skipulagsstofnun og aðra sem koma að undirbúningi bættra samgangna um Vestfjarðaveg (60) um Bíldudalsveg og Dynjandisheiði (63), að þeirri vinnu verði flýtt, þar sem opnun Dýrafjarðagangna verður að öllu óbreyttu í september 2020.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að senda ályktanirnar til Fjórðungssambandsins.