Hoppa yfir valmynd

Útboð á sorphirðu fyrir Vesturbyggð

Málsnúmer 1910179

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. febrúar 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs, dags. 21. febrúar 2020 vegna vinnu við undirbúning á útboði á sorphirðu við heimili og stofnanir í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs í samráði við bæjarstjóra að vinna málið áfram. Sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs er falið að undirbúa íbúakönnun og íbúafund um sorphirðumál í samvinnu við Tækniþjónustu Vestfjarða, Eflu og Tálknafjarðahrepp. Bæjarstjóra er falið að undirbúa tillögur að breytingum á samþykkt um meðhöndlun úrgangs og drög að umhverfisstefnu Vesturbyggðar.
31. mars 2020 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 11. mars 2020 vegna undirbúnings útboðs á sorphirðu og eyðingu sorps í Vesturbyggð sem unnið hefur verið að með Tálknafjarðahrepp með aðstoð Tækniþjónustu Vestfjarða og verkfræðistofunnar Eflu.

Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir undirbúning vegna útboðsins og leggur til að útboðinu verði frestað um eitt ár, þar sem vinna við undirbúning hafi tafist vegna óviðráðanlegra aðstæðna.

Bæjarráð samþykkir að fresta útboðinu og felur bæjarstjóra að ganga frá framlenginu á samningi við Terra um sorpþjónustu.
28. apríl 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að útboðs- og verklýsingu vegna sorphirðu og förgunar í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi. Verkefnið fellst í söfnun úr heimilissorpi, lífrænu og endurvinnslutunnum við öll heimili í sveitarfélögunum tveimur, auk reksturs gámasvæða í þéttbýli og gámavalla í dreifbýli. Útboðs- og verklýsing tekur mið af áherslum stjórnvalda um hringrásarhagkerfið, Þar sem leggja skal áherslu á að urðun sorps verði hætt á komandi árum ásamt aukinni flokkun og endurnýtingu á úrgangi frá heimilum og fyrirtækjum.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða að fela bæjarstjóra og sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs ásamt vinnuhópi sveitarfélaganna að ganga frá útboðs- og verkefnalýsingunni fyrir hönd Vesturbyggðar.
11. maí 2021 – Bæjarráð

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs dags. 30. apríl 2021, vegna vinnu við útboð á sorphirðu og eyðingu í Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppi. Sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs kom inn á fundinn og fór yfir minnisblaðið. Þar sem lagt er til að haldið verði óbreyttri þjónustu frá Terra til 1. september 2021. Fyrirhugað er að birta útboð í mánuðinum.

Bæjarráð felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að ræða við Terra um óbreytta þjónustu til 1. september 2021.
16. ágúst 2021 – Bæjarráð

Lögð fyrir opnunarskýrsla tilboða fyrir sorphirðu fyrir Vesturbyggð og Tálknafjarðarhrepp. Í verkið bárust þrjú tilboð. Geir Gestsson sviðsstjóri umhverfis- og framkvæmdasviðs Vesturbyggðar fór yfir tilboðin með bæjarráði.

Bæjarráð vísar málinu áfram til bæjarstjórnar til afgreiðslu.
18. ágúst 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fyrir opnunarskýrsla Ríkiskaupa vegna tilboða í sorphirðu í Vesturbyggð og Tálknafjarðarhreppi.

Alls bárust 3 tilboð í verkið sem nær til 4 ára.

Kubbur ehf. - ISK 349.357.226 með VSK
Terra hf. - ISK 383.628.788 með VSK
Íslenska gámafélagið ehf. - ISK 446.374.800 með VSK

Verðmunur hæsta og lægsta tilboðs var um 97 milljónir eða um 28%

Tilboðin hafa verið yfirfarin af Tækniþjónustu Vestfjarða.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að gengið verði til samninga við Kubb ehf. með fyrirvara um samþykki Tálknafjarðarhrepps.