Hoppa yfir valmynd

Aðstoð við húsnæði

Málsnúmer 1910188

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. nóvember 2019 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 17. október 2019 frá félagi Pólverja á sunnanverðum Vestfjörðum, Póloníu, þar sem óskað er eftir aðstoð Vesturbyggðar við að útvega húsnæði fyrir starfsemi félagsins en hlutverk þess er að styrkja og bæta samfélag Pólverja á sunnanverðum Vestfjörðum. Félagið hefur séð um fermingarfræðslu fyrir kaþólsk börn, leikjadaga í íþróttahúsinu, samstarf með grunnskólum, pólskukennslu fyrir pólsk börn og fleira.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að ræða við bréfritara í samræmi við umræður á fundinum.