Hoppa yfir valmynd

Ósk um styrk vegna Leikhópsins Lotta 27.02.2020

Málsnúmer 1911001

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. nóvember 2019 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 31. október 2019 frá Foreldrafélagi Patreksskóla þar sem óskað er eftir styrk vegna sýningar Leikhópsins Lottu á Hans Klaufa þann 27. febrúar 2020 á Patreksfirði. Óskað er eftir styrk vegna afnota félagsheimilisins á Patreksfirði, greidd verði gisting fyrir leikhópinn og hópurinn geti notið aðstoðar menningar- og ferðamálafulltrúa og íþrótta- og æskulýðsfulltrúa við verkefnið.

Bæjarráð vísar styrkbeiðninni til menningar- og ferðamálaráðs.
10. desember 2019 – Menningar- og ferðamálaráð

Lagt fram bréf dags. 31.10.19 frá Foreldrafélagi Patreksskóla með beiðni um styrk vegna sýningar Leikhópsins Lottu á Hans Klaufa 27.febrúar 2020.
Sótt er um styrk fyrir afnotum að Félagsheimili Patreksfjarðar þann 27.febrúar 2020 ásamt styrk til að greiða gistingu fyrir leikhópinn.
Menningar-og ferðamálaráð samþykkir að Vesturbyggð veiti styrkinn og felur menningar-og ferðamálafulltrúa að vera í sambandi við formann foreldrafélagsins.