Hoppa yfir valmynd

Sjávarútvegsskóli 2020 fyrir grunnskólakrakka

Málsnúmer 1911050

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. nóvember 2019 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 4. nóvember 2019 frá Davíð Jónssyni, þar sem kynnt er verkefnið Sjávarútvegsskóli 2020 fyrir grunnskólanemendur. Markmið skólans er að auka áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi og að auki kynna nemendum þá menntunarmöguleika sem tengdir eru sjávarútvegi og bjóðast í framhalds- og háskólanámi. Þá er skólinn hugsaður sem tæki til að benda grunnskólanemendum á framtíðarmöguleika sem þau kunna að eiga í sinni heimabyggð.

Bæjarráð fagnar verkefninu og vísar málinu til fræðslu- og æskulýðsráðs til afgreiðslu.




26. febrúar 2020 – Fræðslu og æskulýðsráð

Lagður fram tölvupóstur dags. 4. nóvember 2019 frá Davíð Jónssyni. Þar er kynnt verkefnið Sjávarútvegsskóli 2020 fyrir unglingastig grunnskólanemenda. Markmið skólans er að auka áhuga og efla þekkingu á sjávarútvegi og að auki kynna fyrir nemendum þá menntunarmöguleika sem tengdir eru sjávarútvegi. Þá er skólinn einnig hugsaður sem tæki til að benda grunnskólanemendum á framtíðarmöguleika sem þau kunna að eiga í sinni heimabyggð.

Fræðslu- og æskulýðsráð tekur vel í erindið og hlakkar til að fylgjast með framvindunni og styðja við verkefnið.