Hoppa yfir valmynd

Orkubú Vf. umsókn um byggingu Helluvirkjunar í Vatnsfirði

Málsnúmer 1911067

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. nóvember 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir að nýju umsókn Orkubús Vestfjarða um byggingu Helluvirkjunar í Vatnsfirði. Fyrir liggur umsókn OV um byggingu virkjunarinnar frá 14.06.2017. Erindið var lagt fyrir á 35. fundi Skipulags og umhverfisráði 26. júní 2017 og fékk málsnúmerið 1706017. Nefndin samþykkti eftirfarandi bókun: Nú stendur yfir vinna við endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar og verður tekin afstaða til virkjunarkosta í þeirri vinnu. Framkvæmdin er tilkynningarskyld og fellur í B-flokk um mat á umhverfisáhrifum. Orkubú Vestfjarða hefur verið í talsverðum samskiptum við skipulagsfulltrúa og óskar nú eftir afstöðu Vesturbyggðar þar sem erindinu frá 2017 hefur ekki verið svarað.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir með 3 atkvæðum að Helluvirkjun verði bætt inn sem virkjanakosti á tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030. FM sat hjá við atkvæðagreiðslu vegna tengsla við aðila máls. JPÁ greiðir atkvæði gegn tillögunni og lætur bóka að Orkubú Vestfjarða fer ekki rétta boðleið í þessu máli þar sem eðlilegra hefði verið að sækja um leyfi landeigenda áður en OV sækir um leyfi til byggingar Helluvirkjunar.
19. febrúar 2020 – Bæjarstjórn

Vísað er til bókunar skipulags- og umhverfisráðs 11. nóvember 2019 vegna umsóknar Orkubús Vestfjarða um byggingu Helluvirkjunar í Vatnsfirði. Bæjarstjórn vísar umfjöllun um virkjunarkosti í aðalskipulag Vesturbyggðar til umfjöllunar í vinnuhópi sem vinnur nú drög að aðalskipulagi sveitarfélagsins.

Til máls tóku: 2. varaforseti og bæjarstjóri.