Hoppa yfir valmynd

Bíldudalshöfn. Endurbygging og lenging hafskipabryggju, framkvæmdaleyfi.

Málsnúmer 1911069

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. nóvember 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi, dagsett 8. nóvember 2019. Umsækjandi er Hafnasjóður Vesturbyggðar.
Sótt er um leyfi um endurbyggingar hafskipabryggju og tengingu hafskipabryggju við stórskipakant við Bíldudalshöfn.
Framkvæmdin felur í sér niðurrekstur á 117 stálþilsplötum, upptaka á grjóti (1400 m3). Ganga frá stagbita og stögum. Steypa 25 akkerissplötur. Steypa um 164 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum og jarðvinna.

Meðfylgjandi erindinu eru yfirlitsuppdráttur, afstöðmynd og frekari hönnunargögn.

Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og samþykkir skipulags- og umhverfisráð fyrir sitt leyti útgáfu framkvæmdaleyfis og vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.




18. nóvember 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 66.fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi, dagsett 8. nóvember 2019. Umsækjandi er Hafnasjóður Vesturbyggðar.
Sótt er um leyfi til endurbyggingar hafskipabryggju og tengingu hafskipabryggju við stórskipakant við Bíldudalshöfn.
Framkvæmdin felur í sér niðurrekstur á 117 stálþilsplötum, upptaka á grjóti (1400 m3). Ganga frá stagbita og stögum. Steypa 25 akkerissplötur. Steypa um 164 m langan kantbita með pollum, kanttré, stigum og þybbum og jarðvinna.

Meðfylgjandi erindinu eru yfirlitsuppdráttur, afstöðmynd og frekari hönnunargögn.

Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og samþykkir hafna- og atvinnumálaráð fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2010 á grundvelli aðalskipulags. Hafna- og atvinnumálaráð telur ekki vera þörf á grenndarkynningu framkvæmdaleyfis þar sem framkvæmdin er í samræmi við gildandi aðalskipulag og varðar ekki hagamuni annarra en sveitarfélagsins og nærliggjandi lóðarhafa sem hafa kallað eftir henni.




25. nóvember 2019 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir umsókn um framkvæmdaleyfi, dags. 8. nóvember 2019. Umsækjandi er Hafnasjóður Vesturbyggðar. Sótt er um leyfi til endurbyggingar hafskipabryggju og tengingu hafskipabryggju við stórskipakant við Bíldudalshöfn. Meðfylgjandi erindinu eru yfirlitsuppdráttur, afstöðmynd og frekari hönnunargögn.

Framkvæmdin er í samræmi við Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 og samþykkti hafna- og atvinnumálaráð á 14. fundi sínum og skipulags- og umhverfisráð á 66. fundi sínum, fyrir sitt leyti að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga og reglugerð um framkvæmdaleyfi nr. 772/2010 á grundvelli aðalskipulags.

Bæjarstjórn samþykkir veitingu framkvæmdaleyfisins og felur skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi.