Hoppa yfir valmynd

Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.

Málsnúmer 1911070

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. nóvember 2019 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Arctic Protein hf. Í erindinu er sótt um 270 m2 lóð undir aðstöðu fyrir tank sem geyma á meltu frá laxeldisfyrirtækjum. Einnig er sótt um leyfi fyrir lögn frá tanki niður að hafnarkanti hafnar. Erindi fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða framkvæmd unnin af 11 mávar teiknistofu dags. 07.11.2019.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti og vísar því áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
18. nóvember 2019 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 66.fundi skipulags- og umhverfisráðs.

Erindi frá Arctic Protein hf. Í erindinu er sótt um 100 m2 lóð undir aðstöðu fyrir 270 m3 tank sem geyma á meltu frá laxeldisfyrirtækjum. Einnig er sótt um leyfi fyrir lögn frá tanki niður að hafnarkanti hafnar. Erindi fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða framkvæmd unnin af 11 mávar teiknistofu dags. 07.11.2019.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að útleigja lóðina undir meltutank. Hafna- og atvinnumálaráð telur ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem það varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og sveitarfélagsins sjálfs. Vandað skal til frágangs við endabúnað og staðsetja skal lögn í samráði við hafnarstjóra.
25. nóvember 2019 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir erindi frá Arctic Protein hf. dags. 7. nóvember 2019. Í erindinu er sótt um 100 m2 lóð undir aðstöðu fyrir 270 m3 tank sem geyma á meltu frá laxeldisfyrirtækjum. Einnig er sótt um leyfi fyrir lögn frá tanki niður að hafnarkanti hafnar. Erindi fylgir teikning er sýnir fyrirhugaða framkvæmd unnin af 11 mávar teiknistofu dags. 7. nóvember 2019. Hafna- og atvinnumálaráð samþykkti á 14. fundi sínum að leigja lóðina undir meltutank. Þá taldi hafna- og atvinnumálaráð ekki vera þörf á grenndarkynningu þar sem það varðar ekki hagsmuni annarra en umsækjenda og sveitarfélagsins sjálfs. Vandað skal til frágangs við endabúnað og staðsetja skal lögn í samráði við hafnarstjóra.

Til máls tóku: Forseti, ÁS og MJ.

Bæjarstjórn samþykkir útleigu lóðarinnar undir meltutank.
17. febrúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekið fyrir erindi Guðmundar Valgeirs Magnússonar, f.h. Arctic Protein ehf. sem sent var með tölvupósti 14. febrúar 2020. Á 14. fundi ráðsins var samþykkt að úthluta Arctic Protein ehf. lóð undir einn tank við hafnarsvæðið á Patreksfirði. Nú er tekin fyrir breytt umsókn þar sem sótt um að setja upp þrjá tanka með möguleika á að bæta þeim fjórða við síðar. Tankarnir verða notaðir undir meltu sem er unnin úr fiski og fiskúrgangi.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir stækkun lóðar fyrir sitt leyti til norð-austurs, stækkun lóðarinnar má þó ekki hafa hamlandi áhrif á aðra starfsemi og beinir því til bæjarstjórnar að málið verði samþykkt með þeim fyrirvara að breyta þarf gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði, en skilgreina þarf nýja lóð undir mannvirkin.
19. febrúar 2020 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir erindi Guðmundar Valgeirs Magnússonar, f.h. Arctic Protein ehf. sem sent var með tölvupósti 14. febrúar 2020. Á 14. fundi hafna- og atvinnumálaráðs var samþykkt að úthluta Arctic Protein ehf. lóð undir einn tank við hafnarsvæðið á Patreksfirði. Nú er tekin fyrir breytt umsókn þar sem sótt um að setja upp þrjá tanka með möguleika á að bæta þeim fjórða við síðar. Tankarnir verða notaðir undir meltu sem er unnin úr fiski og fiskúrgangi.

Til máls tóku: 2. varforseti, ÁS og JÁ

Bæjarstjórn samþykkir stækkun lóðarinnar svo þrír tankar rúmist innan hennar með þeim fyrirvara að breyta þarf gildandi deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði og felur skipulagsfulltrúa að undirbúa breytinguna.