Hoppa yfir valmynd

Undanþágur frá afhendingu úrgangs og skilum - Fosnakongen

Málsnúmer 1911111

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. janúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar erindi Umhverfisstofnunar dags. 15. nóvember 2019 þar sem tilkynnt er um undanþágu frá skilum á afhendingu úrgangs og skilum tilkynningar um úrgang og farmleifa fyrir skipið Fosnakongen.

Veitt er undanþága frá skilum tilkynninga um úrgang og farmleifa vegna komu til Þingeyrarhafnar, Bíldudalshafnar, Patrekshafnar, Tálknafjarðarhafnar, Fáskrúðsfjarðarhafnar og Djúpsvogshafnar.

Þá er einnig veitt undanþága frá afhendingu úrgangs vegna komu til Þingeyrarhafnar, Bíldudalshafnar, Tálknafjarðarhafnar, Fáskrúðsfjarðarhafnar og Djúpavogshafnar. Úrgangur frá skipinu skal koma á land í Patrekshöfn.

Undanþágan er gild til 1. október 2022.