Hoppa yfir valmynd

Breytingar á samþykktum um mat á umhverfisáhrifum

Málsnúmer 1912004

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. desember 2019 – Bæjarráð

Lagður fyrir tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 2. desember 2019 þar sem vakin er athygli sveitarfélaga á birtingu reglugerða á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum, nr. 106/2000. Reglugerðirnar gera ráð fyrir að í samþykkt sveitarfélaga sé skipulagsnefnd eða öðrum aðila innan stjórnsýslu sveitarfélags veitt vald til að taka fullnaðarákvörðun um matsskyldu framkvæmdar þegar sveitarfélagið er sjálft framkvæmdaraðili, sbr. 42. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að undirbúa breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar til samræmis við reglugerðinar og leggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs.