Hoppa yfir valmynd

Fjallskil 2018, vanefni á greiðslum.

Málsnúmer 1912007

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. febrúar 2020 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Lagt fram bréf frá Pálínu Kristínu Hermannsdóttur og Marinó Bjarnasyni dags. 29. nóvember 2019 ásamt afrit af bréfi bæjarstjóra Vesturbyggðar dags. 11. febrúar 2020 til Bændasamtaka Íslands vegna fjallskila í Vesturbyggð.

Fjallskilanefnd felur bæjarstjóra Vesturbyggðar að svara bréfinu frá Pálínu og Marinó í samræmi við umræður á fundinum.




17. september 2020 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Lagður fram tölvupóstur Bændasamtaka Íslands, dags. 4. júní 2020 þar sem gerðar eru athugasemdir við bréf bæjarstjórans í Vesturbyggð dags. 11. febrúar 2020 og þess óskað að athugasemdirnar verði teknar fyrir hjá fjallskilanefnd ásamt því að ítrekuð er krafa frá Marinó Bjarnasyni og Pálínu Hermannsdóttur, um að reikningar vegna fjallskila 2018 verði greiddir án tafar.

Fjallskilanefnd bendir á að þar sem engum fjármunum hafi verið til að dreifa í fjallskilasjóði, þar sem hann hafði ekki verið stofnaður fyrr en 1. janúar 2020, hafi nefndin ekki getað ákveðið án aðkomu bæjarstjórnar Vesturbyggðar og sveitarstjórnar Tálknafjarðahrepps að greiða umrædda reikninga. Á 18. fundi fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðar 29. janúar 2019 var eftirfarandi bókað: "Nefndin fór yfir fjallskilakostnað fyrir árin 2014 til 2018 og útistandandi kostnað vegna fjallskila 2018. Nefndin leggur til við sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps og bæjarstjórn Vesturbyggðar að greiddur verði úr sveitarsjóði sveitarfélaganna kostnaður vegna fjallskila á árinu 2018 skv. 46. gr. laga um afréttarmálefni, fjallskil og fl. nr. 6/1986." Bæjarstjórn og sveitarstjórn höfnuðu tillögunni þar sem ekki lágu fyrir skýrar heimildir til greiðslu þessa kostnaðar úr sveitarstjóðum, né hafi verið gert ráð fyrir slíkum útgjöldum í fjárhagsáætlunum sveitarfélaganna. Málið var því tekið upp að nýju á 19. fundi fjallskilanefndar þann 14. ágúst 2019 þar sem greiðslu reikninganna var hafnað og tilkynnt var um það með bréfi dags. 16. ágúst 2019.

Fjallskilanefnd felur bæjarstjóra Vesturbyggðar að svara erindi Bændasamtaka Íslands.