Hoppa yfir valmynd

Samgönguáætlun 2020-2034 og fimm ára samgönguáætlun 2020-2024

Málsnúmer 1912012

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. desember 2019 – Bæjarstjórn

Tekinn fyrir tölvupóstur frá umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis dags. 9. desember 2019 þar sem óskað er eftir umsögn um tillögu að þingsályktun um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir alvarlegar athugasemdir við að ekki skuli vera gert ráð fyrir framlögum til Bíldudalsvegar fyrr en á 2. tímabili áætlunarinnar 2025-2029. Bæjarstjórn Vesturbyggðar gerir þá skýlausa kröfu að framkvæmdir við Bíldudalsveg verði færðar á 1. tímabil áætlunnar og fari fram samhliða framkvæmdum á Vestfjarðavegi um Dynjandisheiði á 1. tímabili áætlunnar.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að veitt séu framlög til Bíldudalshafnar en bendir á að sú framkvæmd leysir aðeins að litlu leyti þann mikla skort sem er á athafnarsvæði og hafnaraðstöðu við Bíldudalshöfn. Bæjarstjórn Vesturbyggðar ítrekar því mikilvægi þess að veitt verði frekari framlög til hafnarframkvæmda svo tryggja megi aðstöðu fyrir þá starfsemi sem fer fram á Bíldudal og fyrirhuguð er.

Þá lýsir bæjarstjórn Vesturbyggðar yfir vonbrigðum með að í samgönguáætlun er ekki gert ráð fyrir undirbúningi jarðgangaframkvæmda á sunnanverðum Vestfjörðum. Á 4. haustþingi Fjórðungssambands Vestfirðinga 25. og 26. október 2019 var ályktað um mikilvægi þess að gert væri ráð fyrir frekari jarðgangakostum á Vestfjörðum með áherslu á sunnanverða Vestfirði. Bæjarstjórn Vesturbyggðar ítrekar því mikilvægi þess að unnið verði að undirbúningi jarðgangakosta á Vestfjörðum, þ.e. jarðgöng undir Hálfdán, Mikladal og Kleifaheiði.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar því að aukin framlög verði veitt til viðhalds á vegakerfinu með áherslu á styrkingar, endurbætur og viðhaldi á bundnu slitlagi. Vegna aukinna þungaflutninga er mikilvægt að vegur um Mikladal og Hálfdán og vegurinn inn í þorpið á Bíldudal (Dalbraut) verði viðhaldið. Samkvæmt úttekt Vegagerðarinnar á klæðningum á Vestfjörðum í júní 2019 er Bíldudalsvegur 100% ónýtur vegur og þarfnast endurbyggingar og styrkingar. Bæjarstjórn ítrekar því mikilvægi þess að viðhaldsfé verði tryggt í þessa vegakafla.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar felur bæjarstjóra að senda inn umsögn um þingsályktun um fimm ára samgönguáætlun fyrir árin 2020-2024 og um samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034.
13. janúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar athugasemdir sveitarfélagsins Vesturbyggðar við drög að samgönguáætlun 2020-2034 og 2020-2024 dags. 30. október 2019.