Hoppa yfir valmynd
  • Þjónusta
  • Mannlíf
  • Stjórnsýsla
  • Íbúagátt
    • English
    • Polski
  • Leit
  • Íbúagátt
  • English
  • Polski
  1. Stjórnsýsla
  2. Bæjarstjórn & nefndir
  3. Fundargerðir
  4. Málsnúmer

Breyting (3.) á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar

Málsnúmer 2001005

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. janúar 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram til fyrri umræðu skv. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, 3. breyting á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014. Með breytingunni er kveðið á um að skipulags- og umhverfisráð taki fullnaðarákvörðun skv. 3. mgr. 4. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, um matskyldu framkvæmdar í flokki C. skv. 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum í þeim tilvikum þar sem sveitarfélagið sjálft er framkvæmdaraðili. Tilgangur breytingarinnar er að samræma samþykkt um stjórn Vesturbyggðar við ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, sem breytt var með lögum nr. 96/2019 og öðluðust gildi 1. september 2019.

Bæjarstjórn samþykkir að vísa 3. breytingu á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014 til seinni umræðu í bæjarstjórn 19. febrúar 2020.




19. febrúar 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram til seinni umræðu skv. 18. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011, 3. breyting á samþykkt um stjórn Vesturbyggðar nr. 371/2014. Með breytingunni er kveðið á um að skipulags- og umhverfisráð taki fullnaðarákvörðun skv. 3. mgr. 4. gr. laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000, um matskyldu framkvæmdar í flokki C. skv. 1. viðauka við lög um mat á umhverfisáhrifum í þeim tilvikum þar sem sveitarfélagið sjálft er framkvæmdaraðili. Tilgangur breytingarinnar er að samræma samþykkt um stjórn Vesturbyggðar við ákvæði laga um mat á umhverfisáhrifum, sem breytt var með lögum nr. 96/2019 og öðluðust gildi 1. september 2019.

Bæjarstjórn samþykkir breytinguna.





Vesturbyggð

Ráðhús Aðalstræti 75, Patreksfjörður

+354 450 2300 vesturbyggd@vesturbyggd.is kt. 510694 2369


2018 & 2019 Opinberi vefur ársins

2018 Vefur ársins

2020 Jafnlaunavottun