Hoppa yfir valmynd

Vetrarþjónusta Vegagerðarinnar

Málsnúmer 2001016

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

15. janúar 2020 – Bæjarstjórn

Bæjarstjórn leggur fram eftirfarandi bókun:

Vegna þeirra samgöngutruflana sem orðið hafa síðustu vikur í því erfiða tíðafari sem nú hefur gengið yfir þá vill bæjarstjórn Vesturbyggðar ítreka mikilvægi þess að tryggð séu fullnægjandi framlög til Vegagerðarinnar til að sinna vetrarþjónustu innan sem og utan svæðis. Þá sé Vegagerðinni einnig tryggð framlög fyrir fullnægjandi búnað og tæki til að sinna nauðsynlegri vetrarþjónustu, hvort sem er vegna moksturs eða hálkuvarna. Það er þeirri atvinnustarfsemi sem fer fram á sunnanverðum Vestfjörðum sem og íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum nauðsynlegt að samgöngur innan svæðis sem og utan þess séu tryggðar eftir fremsta megni. Þá minnir bæjarstjórn Vesturbyggðar á mikilvægt hlutverk Breiðafjarðarferjunnar Baldurs í tíðafari sem þessu þegar m.a. Klettsháls er lokaður. Hefur Vesturbyggð og Tálknafjarðahreppur í samvinnu við Vegagerðina unnið að því að fjölga ferðum með Baldri, til að bregðast við þeim miklu samgöngutruflunum sem orðið hafa.

Til máls tóku: Bæjarstjóri, Forseti, MÓÓ, ÁS og FM.
23. september 2020 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Umræður voru um vetrarþjónustu Vegagerðinnar á suðurfjörðum Vestfjarða.

Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps krefst þess að nýr blásari Vegagerðinnar á Patreksfirði verði staðsettur þar áfram til notkunar á sunnanverðum Vestfjörðum. Mjög brýnt er að hafa öflugt og traust tæki tiltækt á svæðinu til að tryggja góða þjónustu á milli þéttbýlisstaða á svæði sem er skilgreint sem eitt vinnusóknarsvæði. Öruggar samgöngur allan veturinn eru lykilatriði fyrir bæði mannlíf og atvinnulíf. Samráðsnefndin lýsir yfir ánægju sinni með mokstursáætlanir á Dynjandisheiði í vetur en hefur áhyggjur af fjármögnun þeirrar þjónustu. Nefndin telur því mjög brýnt að sérstakt framlag frá ríkinu verði tryggt í þennan mokstur en fjármagn ekki tekið af öðrum rekstrarliðum Vegagerðarinnar til að fjármagna hann.
17. desember 2020 – Samráðsnefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps

Umræður um vetrarþjónustu Vegagerðarinnar á sunnanverðum Vestfjörðum.

Samþykkt að óska eftir sameiginlegum fundi sveitarfélaganna með Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra vegna vetrarþjónustu- og samgöngumála á sunnanverðum Vestfjörðum. Framkvæmdastjórum sveitarfélaganna falið að óska eftir slíkum fundi.