Hoppa yfir valmynd

Lánasjóður sveitarfélaga - lántökur 2020

Málsnúmer 2001026

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. janúar 2020 – Bæjarráð

Lagt fram bréf dags. 17. janúar 2020 með umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 143 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2020 til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu. Bæjarráð samþykkir lántökuna.
19. febrúar 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf dags. 5. febrúar 2020 með umsókn Vesturbyggðar um lántökur á árinu 2020 hjá Lánasjóði sveitarfélaga að upphæð 143 millj.kr. Lántaka er í samræmi við fjárhagsáætlun ársins 2020 til að fjármagna framkvæmdir og fjárfestingar á árinu.

Bæjarstjórn samþykkir lántökuna.

Jafnframt er bæjarstjóra Vesturbyggðar, og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs veitt fullt og ótakmarkað umboð til þess f.h. Vesturbyggðar að undirrita lánssamning við Lánasjóð sveitarfélaga ohf. sbr. framangreint, sem og til þess að móttaka, undirrita og gefa út, og afhenda hvers kyns skjöl, fyrirmæli og tilkynningar, sem tengjast lántöku þessari.

Samþykkt samhljóða.
16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs Vesturbyggðar dags. 12. júní 2020, þar sem lagt er til við bæjarstjórn Vesturbyggðar að lántökur hjá Lánasjóði sveitarfélaga á árinu 2020 verði umfram þær lántökur sem áformaðar eru í fjárhagsáætlun ársins. Fjárhagsáætlun 2020 gerir ráð fyrir lántökum fyrir 143 millj. kr. en vegna óvissu um tekjur, lækkun á þjónustugjöldum ásamt tregðu við innheimtu þjónustugjalda í hafnasjóð Vesturbyggðar, þá er lagt til að heimild til lántöku verði hækkuð um 190 millj. kr. Fjárhæðin tekur m.a. mið af dekkstu sviðsmynd sem stillt hefur verið upp um rekstur sveitarfélagsins vegna áhrifa af Covid-19.

Til máls tóku: IMJ,ÁS,RH.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir erindið.