Hoppa yfir valmynd

Tónlistarskóli Vesturbyggðar - staða starfsmannamála

Málsnúmer 2002018

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. mars 2020 – Fræðslu og æskulýðsráð

Sviðstjóri Fjölskyludsviðs kom inn á fundinn og fór yfir starfsmannamál Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Ráðinu kynnt umsókn um stöðu skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar. Ráðinu lýst mjög vel á umsækjandann og mælir eindregið með ráðningu viðkomandi.




25. mars 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram minnisblað sviðsstjóra fjölskyldusviðs Vesturbyggðar, þar sem lagt er til að Kristín Mjöll Jakobsdóttir, fagotleikari og tónlistarkennari verði ráðin í starf skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar tímabundið í eitt ár frá 1. ágúst 2020. Var fræðslu- og æskulýðsráði kynnt umsókn um stöðu skólastjóra á 59. fundi sínum 11. mars 2020 og mælir ráðið eindregið með ráðningu Kristínar Mjallar.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar staðfestir samhljóða að ráða Kristínu Mjöll Jakobsdóttur sem skólastjóra Tónlistarskóla Vesturbyggðar og felur sviðsstjóra fjölskyldusviðs ásamt bæjarstjóra að ganga frá ráðningasamningi.