Hoppa yfir valmynd

Stefnumótun í ferðaþjónustu

Málsnúmer 2002068

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. mars 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Tekið fyrir mál um stefnumótun í ferðaþjónustu Vesturbyggðar.

Vesturbyggð hefur gert samning við Vestfjarðarstofu um vinnu í stefnumótun í ferðaþjónustu í Vesturbyggð.
Í verkefnahóp vegna komandi vinnu sitja Díana Jóhannsdóttir frá Vestfjarðarstofu og Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar.

Menningar-og ferðamálaráð leggur til að Gunnþórunn Bender og Friðbjörg Matthíasdóttir verði einnig fulltrúar í vinnuhópnum.
16. febrúar 2021 – Menningar- og ferðamálaráð

Magnea Garðarsdóttir, starfsmaður Vestfjarðastofu, kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.
Magnea kynnti drög að ferðamálastefnu Vesturbyggðar, sem Vestfjarðastofa hefur unnið að s.l. ár, í samstarfi við sveitarfélagið.

Ráðið fagnar áfanganum og felur menningar- og ferðamálafulltrúa að koma athugasemdum til skila og vísar málinu til umfjöllunar bæjarráðs.
23. febrúar 2021 – Bæjarráð

Magnea Garðarsdóttir, verkefnastjóri Vestfjarðastofu kom inn á fundinn í gegnum teams og kynnti drög að ferðamálastefnu Vesturbyggðar sem Menningar- og ferðamálaráð hefur haft til umfjöllunar.
25. janúar 2022 – Bæjarráð

Lögð fram drög að ferðamálastefnu Vesturbyggðar. Menningar- og ferðamálafulltrúi Vesturbyggðar kom inná fundinn og fór yfir stefnuna.

Bæjarráð felur Menningar- og ferðamálafulltrúa að uppfæra tölulegar upplýsingar í stefnunni og gera breytingar í samræmi við umræður á fundinum. Í kjölfarið verði stefnumótunin birt á heimasíðu Vesturbyggðar og óskað eftir ábendingum frá íbúum og hagsmunaaðilum.
3. maí 2022 – Bæjarráð

Lögð fram uppfærð drög að ferðamálastefnu Vesturbyggðar, uppfærðar hafa verið helstu tölur, hún tengd við aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035 og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Bæjarráð vísar ferðamálastefnu Vesturbyggðar til staðfestingar bæjarstjórnar.
11. maí 2022 – Bæjarstjórn

Lögð fram ferðamálastefna Vesturbyggðar þar sem unnin hefur verið framtíðarsýn ferðamála í sveitarfélaginu til næstu fimm ára ásamt aðgerðaráætlun. Skipaður var starfshópur sem í sátu Friðbjörg Matthíasdóttir, Gunnþórunn Bender og Svanhvít Sjöfn Skjaldardóttir, Vestfjarðastofa stjórnaði verkefninu í samstarfi við menningar- og ferðamálafulltrúa Vesturbyggðar.

Framtíðarsýn ferðamála í Vesturbyggð er að sveitarfélagið er áfangastaður einstakrar upplifunar sjávar og sands, vatns og vellíðunar allt árið um kring. Ferðaþjónusta hefur jákvæð áhrif, skapar verðmæti fyrir íbúa og ýtir undir vernd og sjálfbæra nýtingu núttúruauðlinda svæðisins. Í aðgerðaráætlun er lögð áhersla á sjáfbæra ferðaþjónustu sem snýr að náttúru og menningu. Tilgangur stefnunnar og aðgerðaráætlunarinnar er að gefa sveitarfélaginu og ferðaþjónum gott tæki til að vinna með og huga að í frekari uppbyggingu ferðamála í Vestubyggð.

Til máls tók: Varaforseti og FM

FM lagði fram tillögu um að stefnan sé til næstu tveggja ára í stað fimm.

Bæjarstjórn samþykkir stefnuna og að gildistími hennar verði til tveggja ára