Hoppa yfir valmynd

Bíldudalshöfn. Umsókn um stöðuleyfi og breytt fyrirkomulag

Málsnúmer 2002090

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

17. febrúar 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá hafnasjóði Vesturbyggðar, dags. 14. febrúar 2020 . Í erindinu er sótt um stöðuleyfi fyrir vogarhús á Bíldudalshöfn ofan við trébryggju, jafnframt er sótt um leyfi til að flytja löndunarkrana sem og hafnarvog að trébryggju. Aðgerðir þessar eru hugsaðar til að létta álagi af hafnarsvæði meðan á hafnarframkvæmdum stendur. Erindinu fylgir teikning er sýnir fyrirhugað fyrirkomulag.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir veitingu stöðuleyfis í 12 mánuði sem og breytt fyrirkomulag.