Hoppa yfir valmynd

Fyrirspurn. Mögulegt urðunarsvæði.

Málsnúmer 2002091

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

13. febrúar 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Íslenska Kalkþörungafélaginu ehf, dags. 08.02.2020. Í erindinu er óskað eftir samþykki Vesturbyggðar fyrir því að nýta gamalt efnistökusvæði ofan við Völuvöll, Bíldudal til urðunar á afgangsefnum frá vinnslu félagsins á Bíldudal, um er að ræða sand og möl(75% sé sandur eða grófkornóttara) og kalkþörungaduft sem seglast frá í framleiðslu sökum hás basaltinnihalds. Það hefur verið geymt í stórsekkjum í nokkur ár utan við verksmiðju félagsins á Bíldudal og hefur hlaupið í kekki og nýtist því lítt eða ekki í áburðarframleiðslu. Einungis er verið að óska eftir urðunarsvæði fyrir náttúruleg efni. Ekki eru nein viðbótarefni, efnafræðileg efni (e. chemicals) eða eiturefni í þessu. Þetta kemur úr náttúrunni, eru náttúruleg óvirk efni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir áformin fyrir sitt leyti, ráðið bendir einnig á að landmótunin er framkvæmdaleyfisskyld og vísar erindinu áfram til bæjarráðs.
25. febrúar 2020 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., dags. 8. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir urðunarsvæði fyrir sand, möl og kalkþörungaduft. Í erindinu kemur fram að um sé að ræða efni sem geymt hefur verið í stórsekkjum í nokkur ár fyrir utan verksmiðju félagsins á Bíldudal og hefur hlaupið í kekki og því ekki unnt að nýta það til áburðarframleiðslu. Um er að ræða náttúruleg óvirk efni, án viðbótarefna, efnafræðilegra efna eða eiturefna. Í erindinu er óskað eftir því að fá að nýta eldra efnistökusvæði ofan við Völuvöll á Bíldudal til urðunar og gengið verði frá svæðinu með mold og sáningu, fáist heimild til urðunar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti áformin fyrir sitt leyti á 69. fundi ráðsins en bendir á að landmótunin er framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd.

Bæjarráð frestar afgreiðslu máls og felur Hafnarstjóra að ræða við Íslenska Kalkþörungafélagið með mögulegar lausnir.
7. september 2020 – Bæjarráð

Lagt fram erindi Íslenska kalkþörungafélagsins ehf., dags. 8. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir urðunarsvæði fyrir sand, möl og kalkþörungaduft. Í erindinu er óskað eftir því að fá að nýta eldra efnistökusvæði ofan við Völuvöll á Bíldudal til urðunar og gengið verði frá svæðinu með mold og sáningu, fáist heimild til urðunar.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti áformin fyrir sitt leyti á 69. fundi ráðsins en bendir á að landmótunin er framkvæmdaleyfisskyld framkvæmd. Bæjarráð frestaði afgreiðslu erindisins á 891. fundi sínum 25. febrúar sl. og fól Hafnarstjóra að ræða við félagið um aðrar mögulegar lausnir.

Niðurstaða þess var að ekki var annar staður hentugur til urðunar í landi sveitarfélagsins en sá sem óskað er eftir í erindinu. Bæjarráð Vesturbyggðar tekur undir bókum skipulags og umhverfisráðs og heimilar Íslenska kalkþörungafélaginu ehf. að urða efnið ofan við Völuvöll.