Hoppa yfir valmynd

Vatnsból Otradal

Málsnúmer 2002111

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. febrúar 2020 – Bæjarráð

Lagt fram erindi frá Þorvaldi Stefánssyni og Sigríði Eysteinsdóttur dags. 17. febrúar 2020. Í erindinu er óskað eftir umsögn Vesturbyggðar vegna umsóknar um styrk til Matvælastofnunar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, þar sem landeigendur hyggjast endurnýja vatnsból í Otradal.

Bæjarráð telur fyrirhugaða framkvæmd landeigenda við endurnýjun vatnsbóls í Otradal uppfylla 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, að hagkvæmara sé að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum og að Vesturbyggð muni ekki nýta heimild til starfrækslu vatnsveitu á svæðinu.

Bæjarráð vísar málinu til staðfestingar bæjarstjórnar en felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að tilkynna bréfriturum um afgreiðslu ráðsins, með fyrirvara um staðfestingu bæjarstjórnar.




25. mars 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi frá Þorvaldi Stefánssyni og Sigríði Eysteinsdóttur dags. 17. febrúar 2020. Í erindinu er óskað eftir umsögn Vesturbyggðar vegna umsóknar um styrk til Matvælastofnunar um framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga til vatnsveitna á lögbýlum, þar sem landeigendur hyggjast endurnýja vatnsból í Otradal. Bæjarráð tók erindið fyrir á 891. fundi sínum 25. febrúar 2020 og bókaði að ráðið teldi fyrhugaða framkvæmd landeigenda við endurnýjun vatnsbóls í Otradal uppfylla 2. mgr. 1. gr. laga um vatnsveitur sveitarfélaga nr. 32/2004, að hagkvæmara sé að leggja vatnsveitu að einstökum bæjum og að Vesturbyggð muni ekki nýta heimild til starfrækslu vatnsveitu á svæðinu.

Bæjarstjórn staðfestir samhljóða bókun bæjarráðs.