Hoppa yfir valmynd

Vesturbyggð - Aðalskipulag 2018-2030

Málsnúmer 2002127

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

21. september 2020 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Lagt fram til kynningar drög að endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar, lagðir eru fyrir ráðið kaflar skipulagsins er snúa annars vegar að Útivist, opnum svæðum, íþróttum og hins vegar félags- og velferðarmálum.

Ráðið felur Íþrótta- og tómstundafullrúa að koma athugasemdum til skila til bæjarstjóra.




16. september 2020 – Fræðslu- og æskulýðsráð

Málinu frestað og verður það tekið fyrir á aukafundi mánudaginn 21. september.




8. september 2020 – Menningar- og ferðamálaráð

Lögð fram gögn til kynningar vegna breytinga á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030.

Ráðið felur mennningar-og ferðamálafulltrúa að koma athugasemdum til skila til bæjarstjóra.




10. september 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram til kynningar endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar.




14. september 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar drög að endurskoðun aðalskipulags Vesturbyggðar, lagðir eru fyrir ráðið kaflar skipulagsins er snúa að höfnum og atvinnulífi.

Ráðið felur hafnarstjóra að koma athugasemdum til skila til bæjarstjóra.




21. október 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2030, skipulagstillaga, þéttbýlisuppdrættir, sveitarfélagsuppdráttur ásamt forsendum og umhverfisskýrslu.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Bæjarstjórn samþykkir forkynningu á tillögu að endurskoðuðu aðalskipulagi Vesturbyggðar á vinnslustigi. Skipulagstillagan skal kynnt íbúum á heimasíðu Vesturbyggðar frá 23. október nk. Á forkynningarstigi verður hægt að koma með ábendingar í gegnum Betra Ísland og með tölvupósti á netfangið vesturbyggd@vesturbyggd.is. Unnið verður svo úr ábendingum um innihald tillögunnar og tillagan síðan lögð fyrir skipulags- og umhverfisráð og bæjarstjórn að nýju. Kynning aðalskipulagstillögu á vinnslustigi skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2020.




11. nóvember 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Hafnarstjóri fór yfir hafnarsvæði á þéttbýlisuppdráttum af Bíldudal og Patreksfirði sem nú eru í forkynningu.

Hafna- og atvinnumálaráð leggur til að gert verði ráð fyrir auknu viðleguplássi fyrir báta sem og nýrri staðsetningu fyrir flotbryggju á þéttbýlisuppdrætti Bíldudals. Þá þarf að skilgreina betur nýjan stórskipakant við Patrekshöfn á þéttbýlisuppdrætti Patreksfjarðar.




7. desember 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust við forkynningu á endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gera þær breytingar á skipulagsgögnum sem fram koma í samantektinni.

Á fundi skipulagshóps sem haldinn var 5. desember voru lagðar til eftirfarandi breytingar á skipulagsgögnum hvað varðar Vestfjarðaveg og Bíldudalsveg.

1. Veglínur. Í samráði við Vegagerðina og m.t.t. niðurstöðu umhverfismats og álits Skipulagstofnunar var ákveðið að setja inn eftirfarandi veglínur inn í aðalskipulagið.

Bíldudalsvegur (63)
Á Bíldudalsvegi er það aðalveglína X. Vikið er frá veglínu X á eftirfarandi stöðum:
Reykjafjörður veglína Q.
Trostansfjörður veglína Z.

Vestfjarðavegur (60), um Dynjandisheiði
Frá núverandi framkvæmdakafla við Þverdalsá að sveitarfélagsmörkum
er það veglína F.

Vestfjarðavegur (60), um Vatnsfjörð
Veglína A1 fylgi núverandi Vestfjarðavegi fyrir Vatnsfjörð og að Hótel Flókalundi, þar taki við veglína A2 sem þveri ósa neðan Pennu. Í stað þess að fara upp Penningsdalinn utan til við Pennu frá veglínu A2 verði hringtorg á ósunum innan til við Pennu með afleggjurum til Hótels Flókalundar og svo áfram upp Penningsdalinn.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að fyrrgreindar veglínur verði samþykktar. Ráðið felur byggingarfulltrúa að rissa upp veglínur sbr. tillögu um vestfjarðaveg um Vatnsfjörð til skýringar.




9. desember 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram samantekt skipulagsfulltrúa yfir athugasemdir og ábendingar sem bárust við forkynningu á endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2030. Á 79. fundi skipulags- og umhverfisráðs sem haldinn var 7. desember s.l. var endurskoðað aðalskipulag tekið fyrir eftir forkynningu, eftirfarandi var bókað á fundinum:

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að gera þær breytingar á skipulagsgögnum sem fram koma í samantektinni.

Á fundi skipulagshóps sem haldinn var 5. desember voru lagðar til eftirfarandi breytingar á skipulagsgögnum hvað varðar Vestfjarðaveg og Bíldudalsveg.

Í samráði við Vegagerðina og m.t.t. niðurstöðu umhverfismats og álits Skipulagstofnunar var ákveðið að setja inn eftirfarandi veglínur inn í aðalskipulagið.

Bíldudalsvegur (63)
Á Bíldudalsvegi er það aðalveglína X. Vikið er frá veglínu X á eftirfarandi stöðum:
Reykjafjörður veglína Q.
Trostansfjörður veglína Z.

Vestfjarðavegur (60), um Dynjandisheiði
Frá núverandi framkvæmdakafla við Þverdalsá að sveitarfélagsmörkum
er það veglína F.

Vestfjarðavegur (60), um Vatnsfjörð
Veglína A1 fylgi núverandi Vestfjarðavegi fyrir Vatnsfjörð og að Hótel Flókalundi, þar taki við veglína A2 sem þveri ósa neðan Pennu. Í stað þess að fara upp Penningsdalinn utan til við Pennu frá veglínu A2 verði hringtorg á ósunum innan til við Pennu með afleggjurum til Hótels Flókalundar og svo áfram upp Penningsdalinn.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn að fyrrgreindar veglínur verði samþykktar.

Til máls töku: Forsti og FM.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar vill þakka öllum þeim íbúum og hagsmunaaðilum sem skiluðu athugasemdum og ábendingum vegna forkynningar á skipulagstillögunni kærlega fyrir þeirra góðu ábendingar og tillögur sem bárust um skipulagstillöguna.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs sem og bókun bæjarráðs frá 898. fundi ráðsins þann 14. júlí 2020 þar sem lagst er gegn þverun Vatnsfjarðar og staðfestir hér með að ofangreindar veglínur verði sýndar í aðalskipulagi Vesturbyggðar.




15. febrúar 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Fyrir liggur tillaga að endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan samanstendur af greinargerð aðalskipulags, forsendur og umhverfisskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:75.000, þéttbýlisuppdrætti af Patreksfirði og Bíldudal í mælikvarðanum 1:10.000.

Tillagan var forkynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga í nóvember 2020 en einnig kynnt á íbúafundi sem fór fram með rafrænum hætti þann 9. febrúar 2021.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




17. febrúar 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga að endurskoðun Aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan samanstendur af greinargerð aðalskipulags, forsendur og umhverfisskýrslu, sveitarfélagsuppdrætti í mælikvarðanum 1:75.000, þéttbýlisuppdrætti af Patreksfirði og Bíldudal í mælikvarðanum 1:10.000.

Tillagan var forkynnt skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga í nóvember 2020 og einnig kynnt á íbúafundi sem fór fram með rafrænum hætti þann 9. febrúar 2021.

Til máls tók: Forseti.

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir samhljóða að lengja tímabil aðalskipulagsins skv. tillögunni til 2035. Einnig samþykkir bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa Vesturbyggðar að auglýsa tillöguna.

Bæjarstjórn hvetur íbúa og hagsmunaaðila til að kynna sér tillöguna vel og senda inn athugasemdir ef einhverjar eru.




26. apríl 2021 – Bæjarráð

Lögð fram tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan var forkynnt skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í lok árs 2020 og kynnt á íbúafundi 9. febrúar 2021.

Tillagan hefur verið send til umsagnaraðila og umsagnir liggja fyrir frá eftirfarandi aðilum: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Fiskistofu, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslunni, Tálknafjarðarhreppi og Veðurstofu Íslands. Fyrir liggur samantekt skipulagsfulltrúa á innsendum umsögnum og mögulegum viðbrögðum.

Skipulagsstofnun hefur heimilað auglýsingu á tillögunni, með bréfi dagsett 25. mars sl. þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda stofnunarinnar eða að tillagan verði auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunar. Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan og umhverfisskýrsla verði auglýst skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt athugasemdum skipulagsstofnunar.




28. apríl 2021 – Bæjarstjórn

Lögð fram tillaga að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan var forkynnt skv. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 í lok árs 2020 og kynnt á íbúafundi 9. febrúar 2021.

Tillagan hefur verið send til umsagnaraðila og umsagnir liggja fyrir frá eftirfarandi aðilum: Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneyti, Náttúrufræðistofnun Íslands, Samgöngustofu, Vegagerðinni, Breiðafjarðarnefnd, Fiskistofu, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Landgræðslunni, Tálknafjarðarhreppi og Veðurstofu Íslands. Fyrir liggur samantekt skipulagsfulltrúa á innsendum umsögnum og mögulegum viðbrögðum.

Skipulagsstofnun hefur heimilað auglýsingu á tillögunni, með bréfi dagsett 25. mars sl. þegar tekið hefur verið tillit til athugasemda stofnunarinnar eða að tillagan verði auglýst með athugasemdum Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisráð og bæjarráð leggja til við bæjarstjórn að tillagan og umhverfisskýrsla verði auglýst skv. 31. gr skipulagslaga nr. 123/2010 ásamt athugasemdum skipulagsstofnunar.

Til máls tóku: Forseti og FM

Bæjarstjórn samþykkir að auglýsa tillöguna og umhverfisskýrsluna ásamt athugasemdum Skipulagsstofnunar í samræmi við 31. gr. skipulagslaga.




13. september 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir eftir auglýsingu tillaga að Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. júní 2021. Fyrir liggur greinargerð, umhverfisskýrsla og forsendur dagsett í ágúst og sveitarfélagsuppdráttur, þéttbýlisuppdráttur af Patreksfirði og Bíldudal dagsett í september 2021. Til viðbótar liggja fyrir svarbréf til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir á auglýsingatíma.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir framlagða tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði afgreidd skv. 32. gr skipulagslaga nr. 123/2010. Svör við athugasemdum samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að svara þeim skriflega.




15. september 2021 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir eftir auglýsingu tillaga að Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035. Tillagan var auglýst með athugasemdafresti til 24. júní 2021. Fyrir liggur greinargerð, umhverfisskýrsla og forsendur dagsett í ágúst og sveitarfélagsuppdráttur, þéttbýlisuppdráttur af Patreksfirði og Bíldudal dagsett í september 2021. Til viðbótar liggja fyrir svarbréf til þeirra aðila sem gerðu athugasemdir á auglýsingatíma. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti framlagða tillögu að endurskoðuðu Aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 á 88. fundi sínum 13. september sl.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar samhljóða tillögu að aðalskipulagi Vesturbyggðar 2018-2035 og felur skipulagsfulltrúa að senda Skipulagsstofnun tillöguna, ásamt athugasemdum um tillöguna og svörum bæjarstjórnar.




15. nóvember 2021 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 8. nóvember 2021. Í bréfinu kemur fram að Aðalskipulag Vesturbyggðar verði staðfest þegar lagfæringar verði gerðar á ákveðnum atriðum. Fyrir liggja lagfærð gögn dagsett í nóvember 2021 þar sem búið er að fella út frístundabyggð í landi Hamars og Vaðals ásamt smávægilegum lagfæringum sem bent var á í bréfi Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að frístundabyggðinni hafi verið bætt inn á aðalskipulagið eftir auglýsingu.

Skipulagsfulltrúa er falið að senda leiðrétt gögn til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.




25. nóvember 2021 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 8. nóvember 2021. Í bréfinu kemur fram að Aðalskipulag Vesturbyggðar 2018-2035verði staðfest þegar lagfæringar hafa verði gerðar á ákveðnum atriðum. Fyrir liggja lagfærð gögn dagsett í nóvember 2021, þar sem búið er að fella út frístundabyggð í landi Hamars og Vaðals ásamt smávægilegum lagfæringum sem bent var á í bréfi Skipulagsstofnunar. Skipulagsstofnun gerði athugasemd við að frístundabyggðinni hafi verið bætt inn á aðalskipulagið eftir auglýsingu. Skipulags- og umhverfisráð tók erindið fyrir á 90. fundi sínum 15. nóvember sl. og fól skipulagfulltrúa að senda leiðrétt gögn til staðfestingar hjá Skipulagsstofnun.

Til máls tók: Forseti.

Með vísan til 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar lagfærð gögn aðalskipulags Vesturbyggðar 2018-2035 og tekur undir bókun skipulags- og umhverfisráðs þar sem skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun leiðrétt gögn til staðfestingar.