Hoppa yfir valmynd

Fremri Hvesta - Skógræktaráform

Málsnúmer 2002147

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lagt fram ódagsett erindi Jóns Bjarnasonar, Hvestu. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fjölnytjaskógræktar í landi Fremri-Hvestu á 51,6 ha svæði.

Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 19. maí 2020. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að framkvæmdin er ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er því ekki háð mati á umhverfisráhrifum.

Fram kemur í greinargerð framkvæmdaraðila að fyrirhuguð skógrækt er á láglendi frá um 2 m.y.s og teygir sig hæst í um 60 m.y.s. upp í fjallsrætur. Lögð verður áhersla á að láta skóginn falla vel að landslagi og verður það gert með því að láta línur í landslagi ráða útmörkum skógarins, eins og milli tegunda innan hans. Í jöðrum verða gróðursetningarnar hafðar gisnar og blandaðar tegundum til að mýkja ásýnd skógarins og gera hana náttúrulegri.

Í frekari upplýsingum frá framkvæmdaraðila kemur fram að landeigandi mun gróðursetja innlendar
trjátegundir í bland við aðrar tegundir sem líklegri eru til þess að framleiða nytjavið og tegundir sem
líklegar eru til þess að binda meira kolefni.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi sbr. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda liggur fyrir ákvörðun um matsskyldu, dagsett 19. maí 2020 þar sem framkvæmdin er ekki talin hafa umtalsverð umhverfisáhrif.

Framkvæmdin er í samæmi við gildandi Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 um skógrækt á landbúnaðarsvæðum.




16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram ódagsett erindi Jóns Bjarnasonar, Hvestu. Í erindinu er sótt um framkvæmdaleyfi vegna fjölnytjaskógræktar í landi Fremri-Hvestu á 51,6 ha svæði. Fyrir liggur ákvörðun Skipulagsstofnunar um matsskyldu dags. 19. maí 2020. Niðurstaða Skipulagsstofnunar er sú að framkvæmdin er ekki talin líkleg til að hafa í för með sér umtalsverð umhverfisáhrif og er því ekki háð mati á umhverfisráhrifum. Í frekari upplýsingum frá framkvæmdaraðila kemur fram að landeigandi mun gróðursetja innlendar trjátegundir í bland við aðrar tegundir sem líklegri eru til þess að framleiða nytjavið og tegundir sem líklegar eru til þess að binda meira kolefni. Framkvæmdin er í samæmi við gildandi Aðalskipulag Vesturbyggðar 2006-2018 um skógrækt á landbúnaðarsvæðum.

Til máls tóku: IMJ

Bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykkir að skipulagsfulltrúa verði heimilt að veita framkvæmdaleyfi skv. 13. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 enda liggur fyrir ákvörðun um matsskyldu, dagsett 19. maí 2020 þar sem framkvæmdin er ekki talin hafa umtalsverð umhverfisáhrif.