Hoppa yfir valmynd

Umsókn um byggingarlóð á Patreksfirði

Málsnúmer 2002158

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

2. desember 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Odda hf. dags. 23. nóvember 2020. Í erindinu er óskað eftir framlengingu á lóðarúthlutun frá 17. apríl 2019 þar sem samþykkt var að úthluta til Odda hf. byggingarlóð á mótum Eyrargötu og Patrekshafnar til byggingar vinnsluhúsnæðis.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir framlengingu á lóðarúthlutuninni um 1 ár.




9. nóvember 2023 – Hafna- og atvinnumálaráð

Þann 17. apríl 2019 samþykkti Hafna- og atvinnumálaráð að úthluta Odda hf. byggingarlóðinni á mótum Eyrargötu og Patrekshafnar. Á fundi ráðsins þann 2. desember 2020 var framlenging úthlutuninnar samþykkt.

Ekki hefur verið framvinda á uppbyggingu á lóðinni. Lóðin er ætluð undir hafnsækna starfsemi.

Hafna- og atvinnumálaráð felur Hafnarstjóra að afturkalla úthlutunina og endurauglýsa byggingarlóðina.