Hoppa yfir valmynd

Strandgata 10-12. Umsókn um byggingarleyfi, vatnshreinsistöð.

Málsnúmer 2002173

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. mars 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Arnarlax hf, dags. 14.febrúar 2020. Í erindinu er sótt um að fá að bæta við þriðja tankinum undir meltu við NV-horn meltu- og vatnshreinsistöðvar við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Áður var búið að samþykkja uppsetningu á þremur tönkum, tveimur undir meltu og einum jöfnunartanki fyrir vatnshreinsistöð. Erindinu fylgir uppdráttur unnin af hugsjón, dags. 14.02.2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningu og vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.




19. mars 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Arnarlax hf, dags. 14.febrúar 2020. Í erindinu er sótt um að fá að bæta við þriðja tankinum undir meltu við NV-horn meltu- og vatnshreinsistöðvar við Strandgötu 10-12 á Bíldudal. Áður var búið að samþykkja uppsetningu á þremur tönkum, tveimur undir meltu og einum jöfnunartanki fyrir vatnshreinsistöð. Erindinu fylgir uppdráttur unnin af hugsjón, dags. 14.02.2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti með fyrirvara um jákvæða niðurstöðu grenndarkynningu á 70. fundi sínum sem haldinn var 12. mars 2020 og vísaði erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir áformin með fyrirvara um grenndarkynningu. Um óverulega breytingu á deiliskipulagi Bíldudalshafnar er að ræða, en skilgreina þarf stærri byggingarreit innan lóðar Strandgögu 10-12 á Bíldudal og auka við skilgreint nýtingarhlutfall. Skipulagsfulltrúa falið að grenndarkynna breytinguna.




14. maí 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Bíludalshafnar, aukið nýtingarhlutfall.
Breytingartillagan var grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum með athugasemdafrest til 28. apríl 2020, þ.e. Íslenska kalkþörungafélaginu, Skrímslasetrinu og sóknarnefnd Bíldudalssóknar. Athugasemd barst frá Skrímslasetrinu og frá Kalkþörungaverksmiðjunni. Athugasemdir leiddu ekki til efnislegra breytinga á tillögunni en þess verður gætt við uppsetningu að samráð verði haft við nærliggjandi lóðarhafa um bestu mögulega útfærslu.

Skipulags- og umhverfisráð tekur undir athugasemdir Skrímslaseturs varðandi frágang og mögulega lyktarmengun. Eins þarf að tryggja að lekavarnir og þró séu fullnægjandi svo ekki sé hætta á að meltan berist yfir á nærliggjandi svæði verði óhapp í stöðinni. Ennfremur ítrekar ráðið áherslu á að góð umgengni verði höfð að leiðarljósi á athafnasvæði stöðvarinnar.
Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrir sitt leyti að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og beinir málinu til hafna- og atvinnumálaráðs.




18. maí 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Bíludalshafnar, aukið nýtingarhlutfall. Erindi vísað til hafna- og atvinnumálaráðs frá 72. fundi skipulags- og umhverfisráðs.
Breytingartillagan var grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum með athugasemdafrest til 28. apríl 2020, þ.e. Íslenska kalkþörungafélaginu, Skrímslasetrinu og sóknarnefnd Bíldudalssóknar. Athugasemd barst frá Skrímslasetrinu og frá Íslenska Kalkþörungafélaginu. Athugasemdir leiddu ekki til efnislegra breytinga á tillögunni en þess verður gætt við uppsetningu að samráð verði haft við nærliggjandi lóðarhafa um bestu mögulega útfærslu.

Hafna- og atvinnumálaráð tekur undir athugasemdir Skrímslaseturs varðandi frágang og mögulega lyktarmengun. Eins þarf að tryggja að lekavarnir og þró séu fullnægjandi svo ekki sé hætta á að meltan berist yfir á nærliggjandi svæði verði óhapp í stöðinni. Ennfremur ítrekar ráðið áherslu á að góð umgengni verði höfð að leiðarljósi á athafnasvæði stöðvarinnar.
Hafna- og atvinnumálaráð samþykkir að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.




20. maí 2020 – Bæjarstjórn

Tekið fyrir eftir auglýsingu breyting á deiliskipulagi Bíldudalshafnar, aukið nýtingarhlutfall.
Breytingartillagan var grenndarkynnt fyrir nærliggjandi lóðarhöfum með athugasemdafrest til 28. apríl 2020, þ.e. Íslenska kalkþörungafélaginu, Skrímslasetrinu og sóknarnefnd Bíldudalssóknar. Athugasemd barst frá Skrímslasetrinu og frá Íslenska Kalkþörungafélaginu. Athugasemdir leiddu ekki til efnislegra breytinga á tillögunni en þess verður gætt við uppsetningu að samráð verði haft við nærliggjandi lóðarhafa um bestu mögulega útfærslu.

Til máls tóku: Forseti, MJ, MÓÓ, FM, GE og ÞSÓ.

Bæjarstjórn tekur undir bókun hafna- og atvinnumálaráðs sem tók undir athugasemdir Skrímslaseturs varðandi frágang og mögulega lyktarmengun. Eins þarf að tryggja að lekavarnir og þró séu fullnægjandi svo ekki sé hætta á að meltan berist yfir á nærliggjandi svæði verði óhapp í stöðinni. Ennfremur ítrekar ráðið áherslu á að góð umgengni verði höfð að leiðarljósi á athafnasvæði stöðvarinnar.

Bæjarstjórn samþykkir með 6 greiddum atkvæðum að tillagan fái málsmeðferð í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. MÓÓ greiðir atkvæði á móti.