Hoppa yfir valmynd

Framkvæmdir við Sauðlauksdalskirkju.

Málsnúmer 2002186

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Framkvæmdin var grenndarkynnt frá 20. nóvember til 19. desember 2019. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatíma.

Framkvæmdaraðili hafði óskað umsagnar Minjastofnunar vegna framkvæmdarinnar með tölvupósti dags. 8. nóvember 2019. Bréf barst frá Minjastofnun dags. 27. janúar 2020 varðandi fyrirhugaða framkvæmd, Í bréfinu er vakin athygli á því að nauðsynlegt sé að fornleifafræðingur verði fenginn til að gera fornleifakönnun á svæðinu. Þá er lagður fram tölvupóstur frá Minjastofnun dags. 15. apríl 2020 þar sem tilkynnt er að stofnunin muni ekki afgreiða málið fyrr en greinagerð fornleifafræðings liggur fyrir og hefur verið staðfest af stofnuninni.

Greinagerð fornleifafræðings er í vinnslu.

Afgreiðslu málins frestað.