Hoppa yfir valmynd

Patrekshöfn, umsókn um lóð undir meltutank.

Málsnúmer 2002197

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

12. mars 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Arctic Protein ehf, dags. 11. mars 2019. Í erindinu er sótt um að heimild til að breyta deiliskipulagi við Patrekshöfn. Breytingin felur í sér breytta afmörkun lóða sem skapar svæði undir meltutanka. Umsókninni fylgir breytingartillaga að deiliskipulagi, unnin af Landmótun, dags. 4. mars 2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir tillöguna fyrir sitt leiti og vísar erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.
19. mars 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Erindi frá Arctic Protein ehf, dags. 11. mars 2019. Í erindinu er sótt um að heimild til að breyta deiliskipulagi við Patrekshöfn. Breytingin felur í sér breytta afmörkun lóða sem skapar svæði undir meltutanka. Umsókninni fylgir breytingartillaga að deiliskipulagi, unnin af Landmótun, dags. 4. mars 2020.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkti erindið fyrir sitt leyti á 70. fundi sínum sem haldinn var 12. mars 2020 og vísaði erindinu áfram til hafna- og atvinnumálaráðs.

Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins.
27. apríl 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðis á Patreksfirði, dagsett 20. apríl 2020. Í breytingunni er gert ráð fyrir nýrri 928 m2 lóð undir meltugeyma. Gert er ráð fyrir þremur tönkum með möguleika á þeim fjórða.

Hafna- og atvinnumálaráð mælist til að bæjarstjórn Vesturbyggðar samþykki framkomna tillögu skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga og mælist til að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Hafna- og atvinnumálaráð afturkallar þá samþykki fyrir útleigu á lóð til handa Arctic Protein ehf. sem samþykkt var á 14. fundi ráðsins þann 18.nóvember 2019.
29. apríl 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir umsókn Arctic Protein ehf. dags. 7. nóvember 2019 um lóð fyrir meltutanka á Patreksfirði ásamt umsókn um skipulagsmál dags. 11. mars 2020. Í umsókn um skipulagsmál er sótt um að heimild til að breyta deiliskipulagi við Patrekshöfn. Samkvæmt tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir hafnarsvæði á Patreksfirði dags. 20. apríl 2020 er gert ráð fyrir nýrri 968 m2 lóð undir meltutanka. Gert er ráð fyrir þremur tönkum með möguleika á þeim fjórða.

Bæjarstjórn hafði áður samþykkt úthlutun á lóð til handa Arctic Protein ehf. á 342. fundi sínum þann 25. nóvember 2019.

Bæjarstjórn afturkallar áður samþykkta úhlutun á lóð og samþykkir að úthluta lóð til Arctic Protein ehf. í samræmi við tillögu að breytingu á deiliskipulagi.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt framkomna tillögu að breytingu á deiliskipulagi og að tillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Samþykkt samhljóða.