Hoppa yfir valmynd

Deiliskipulag Látrabjargs, breyting á uppdrætti S-3.

Málsnúmer 2002205

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

11. júní 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir breyting á deiliskipulagi Látrabjargs, vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur. Uppdráttur og greinargerð, dagsett 5. júní 2020.
Um er að ræða breytingu á veginum sem í dag liggur í gegnum sumarhúsabyggðina við Hvallátur en gerð er tillaga um að vegurinn verði færður suður fyrir Hvallátur á 1,7 km löngum kafla.

Skipulags- og umhverfisráð samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. sömu laga, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama efnis.




16. júní 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram breyting á deiliskipulagi Látrabjargs, vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur, ásamt uppdrætti og greinargerð, dags. 5. júní 2020. Um er að ræða breytingu á veginum sem í dag liggur í gegnum sumarhúsabyggðina við Hvallátur en gerð er tillaga um að vegurinn verði færður suður fyrir Hvallátur á 1,7 km löngum kafla. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 á 73. fundi sínum 11. júní 2020.

Til máls tóku: IMJ.

Bæjarstjórn samþykkir fyrirliggjandi tillögu og greinargerð í samræmi við 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og felur skipulagsfulltrúa að auglýsa tillöguna skv. 41. gr. sömu laga, samhliða breytingu á aðalskipulagi sama efnis.




19. nóvember 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs, vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur. Tillagan var auglýst frá 7. september til 19. október 2020.
Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Náttúrfræðistofnun Íslands og Minjastofnun.

Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að tillagan verði samþykkt og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa og umræður á fundinum.




25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn

Tekin fyrir tillaga að breytingu á deiliskipulagi Látrabjargs, vegna breyttrar legu Örlygshafnarvegar um Hvallátur. Tillagan var auglýst frá 7. september til 19. október 2020.

Engar athugasemdir bárust en umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum:
Umhverfisstofnun, Heilbrigðiseftirliti Vestfjarða, Vegagerðinni, Náttúrfræðistofnun Íslands og Minjastofnun. Skipulags- og umhverfisráð samþykkti á 78. fundi sínum, 19. nóvember sl. að leggja til við bæjarstjórn að breytingartillagan verði samþykkt.

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir tillöguna og að hún verði afgreidd skv. 42. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 eftir að skipulagsgögn hafa verið leiðrétt í samræmi við samantekt skipulagsfulltrúa.