Hoppa yfir valmynd

Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga - ársreikningur 2018

Málsnúmer 2002215

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. febrúar 2020 – Bæjarráð

Lagt fyrir erindi eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 10. febrúar 2020. Vísað er í bréf dags. 17. október 2019 þar sem óskað var eftir upplýsingum í kjölfar ársreiknigns 2018 þar sem rekstrarniðurstaða A-hluta og A- og B-hluta eru neikvæð. Sveitarfélagið sendi svarbréf til nefndarinnar 5. desember 2019 þar sem farið var yfir helstu frávik í rekstri ársins 2018, jafnframt var farið yfir hagræðingaraðgerðir í rekstri sveitarfélagsins.

Í erindinu óskar nefndin eftir því að fá yfirlit frá sveitarstjórn um einstakar aðgerðir í rekstri sem eru þess valdandi að hagræðing nái fram að ganga eins og fjárhagsáætlun 2020-2023 ber með sér.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu.