Hoppa yfir valmynd

Félagsmiðstöðvar í Vesturbyggð - styrkbeiðni

Málsnúmer 2002216

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. febrúar 2020 – Bæjarráð

Lögð fyrir styrkbeiðni frá félagsmiðstöðvunum Vest-End á Patreksfirði og Dímon á Bíldudal, dags. 18. febrúar 2020. Óskað er eftir styrk frá sveitarfélaginu vegna ferðar á Samfés, uppskeruhátið félagsmiðstöðva á Íslandi sem haldin er í Reykjavík.

Bæjaráð samþykkir styrk að fjárhæð 100.000 kr. til ferðarinnar.