Hoppa yfir valmynd

Fjárfestingar ár 2019

Málsnúmer 2002220

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

31. mars 2020 – Bæjarráð

Lagt fram bréf Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 10. febrúar 2020 þar sem óskað er eftir yfirliti um stöðu einstakra verkefna í árslok 2019, samanlagðan útlagðan kostnað, gildandi fjárheimildir og breytingar á henni á árinu 2019. Jafnframt er óskað eftir mati á stöðu verkefna, bæði lokið og áætlað ólokið gagnvart gildandi fjárheimild.

Sviðsstjóri fjármála- og stjórnsýslusviðs fór yfir stöðu einstakra verkefna og drög að svari til eftirlitsnefndarinnar.
21. apríl 2020 – Bæjarráð

Lagt fram til kynningar bréf Vesturbyggðar til Eftirlitsnefndar með fjármálum sveitarfélaga dags. 8. apríl 2020 vegna fjárfestinga og eftirlit með framvindu þeirra á árinu 2019.