Hoppa yfir valmynd

Leikskólinn Araklettur - starfsmannamál

Málsnúmer 2002237

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

26. febrúar 2020 – Fræðslu og æskulýðsráð

Leikskólastjóri á Arakletti fór yfir starfsmannamál leikskólans og hugmyndir til að laða að fagfólk sem og annað fólk til starfa.

Fræðslu- og æskulýðsráð leggur til við bæjarráð að settur verði á laggirnar samstarfshópur sem vinnur að tillögum um bætt starfsumhverfi leikskóla og leggur áherslu á gott samstarf við stjórnendur og starfsfólk leikskóla.




10. mars 2020 – Bæjarráð

Lögð fram kynning leikskólastjóra á Arakletti um starfsmannamál og hugmyndir til að laða að fagfólk og annað starfsfólk til starfa. Fræðslu- og æskulýðsráð fór yfir málið á 58. fundi sínum 26. febrúar 2020 og lagði til við bæjarráð að settur yrði á laggirnar samstarfshópur sem vinna ætti tillögur að bættu starfsumhverfi leikskóla með áherslu á gott samstarf við stjórnendur og starfsfólk leikskóla.

Bæjarráð er sammála því að taka þurfi út starfsumhverfi leikskóla Vesturbyggðar og unnar verði tillögur að bættu starfsumhverfi þegar niðurstöður úttektar að hálfu miðstöðvar skólaþróunar við Háskólann á Akureyri liggja fyrir.