Hoppa yfir valmynd

Ósk um viðræður um gerð langtímasamnings um notkun og þjónustu hafna Vesturbyggðar

Málsnúmer 2002239

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. mars 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar B. Ottósson vék af fundi.

Erindi frá Arnarlax, dags. 25. febrúar 2020. Í erindinu er óskað eftir viðræðum um langtímasamning vegna þjónustu og notkunar hafna Vesturbyggðar.

Hafna- og atvinnumálaráð frestar afgreiðslu málsins og felur hafnarstjóra að óska eftir kynningu frá forsvarsmönnum fyrirtækisins um langtímaáform þess fyrir hafna- og atvinnumálaráð og bæjarráð Vesturbyggðar.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.
17. ágúst 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Valdimar B. Ottósson vék af fundi.

Tekið fyrir erindi Arnarlax hf. dags. 25. febrúar varðandi ósk fyrirtækisins eftir viðræðum um langtímasamning vegna þjónustu og notkunar hafna Vesturbyggðar. Erindið var tekið fyrir á 17. fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var þann 19. mars 2020, þar var óskað eftir kynningu á langtímaáformum fyrirtækisins. Forstjóri fyrirtækisins kynnti langtímaáform á 21. fundi hafna- og atvinnumálaráðs sem haldinn var 13. júlí.

Hafna- og atvinnumálaráð telur með vísan til kynningar fyrirtækisins um langtímaáform, þá sé að svo stöddu ekki forsendur til viðræðna um langtímasamning skv. hafnalögum um þjónustu og notkun hafna Vesturbyggðar enda stendur nú yfir vinna við endurskoðun á ákvæðum hafnalaga sem ekki liggur fyrir hvenær muni ljúka.

Hafna- og atvinnumálaráð bendir ennfremur á að samkvæmt núgildandi gjaldskrá hafnasjóðs er nú þegar veittur afsláttur af aflagjöldum vegna fiskeldis.

Hafna- og atvinnumálaráð felur hafnastjóra að svara framangreindu erindi.

Valdimar B. Ottósson kom aftur inn á fundinn.