Hoppa yfir valmynd

Friðlýsing á Látrabjargi

Málsnúmer 2003011

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

10. mars 2020 – Bæjarráð

Lagður fram tölvupóstur umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 6. mars 2020 vegna friðlýsingar Látrabjargs. Meðfylgjandi tölvupóstinum eru drög að auglýsingu um friðland á Látrabjargi. Í erindinu er óskað eftir afstöðu Vesturbyggðar til friðlýsingar svæðisins í samræmi við 38. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013.

Bæjarráð tekur jákvætt í erindið og vísar afgreiðslu til bæjarstjórnar Vesturbyggðar.
25. mars 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 6. mars 2020 vegna áforma ráðuneytisins um friðlýsingu Látrabjargs, þ.e. Bæjarbjarg og hluta lands Hvallátra. Markmið með friðlýsingu svæðisins er að tryggja vernd fuglsins í bjarginu sem er viðkvæmur fyrir ágangi og truflun, nauðsyn á uppbyggingu innviða til að stýra umferð gesta og koma í veg fyrir skemmdir á gróðurþekju sem nú þegar er nokkur á svæðinu.
Bæjarstjórn Vesturbyggðar fagnar áformum um friðlýsingu Látrabjargs og telur það nauðsynlega aðgerð í ljósi þess fjölda ferðamanna sem fer um svæðið ár hvert. Með vísan til 38. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar fyrir sitt leyti að Látrabjarg verði friðlýst.

Til máls tóku: Forseti, FM og bæjarstjóri.

Samþykkt samhljóða.
20. janúar 2021 – Bæjarstjórn

Lagt fram erindi umhverfis- og auðlindaráðuneytisins dags. 17. desember 2020, þar sem kemur fram að ráðuneytið í samvinnu við Bjargtanga, félag land- og sumarhúsaeigenda að Hvallátrum við Látrabjarg hafi undanfarin misseri unnið að friðlýsingu Látrabjargs. Í erindi ráðuneytisins kemur fram að eins og þekkt er þá er svæðið á náttúruverndaráætlun þar sem um eitt stærsta fuglabjarg Evrópu er að ræða, og flokkast svæðið sem alþjóðlega mikilvægt fuglasvæði. Svæðið býr yfir mikilli náttúrufegurð og er fjölsóttur ferðamannastaður. Með erindinu eru lögð fram drög að friðlýsingarskilmálum. Óskað er eftir afstöðu bæjarstjórnar Vesturbyggðar til friðlýsingar Látrabjargs.

Til máls tók: Forseti,

Bæjarstjórn Vesturbyggðar ítrekar fyrri bókun sína af 346. fundi og fagnar áformum um friðlýsingu Látrabjargs. Mælt hefur verið fyrir um í aðalskipulagi Vesturbyggðar um árabil að svæðið verði friðlýst, með sérstakri áherslu á sjófuglabyggðir, fjörusvæði, minjar, útivist og fleira. Bæjarstjórn er sammála um að friðlýsing svæðisins sé nauðsynleg aðgerð í ljósi fjölda þeirra ferðamanna sem fer um svæðið ár hvert og tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í friðlýsingarskilmálum svæðisins og fagnar því að skilmálarnir sem nú liggi fyrir séu unnir í góðu samráði við landeigendur. Með vísan til 38. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 samþykkir bæjarstjórn Vesturbyggðar fyrir sitt leyti að Látrabjarg verði friðlýst.