Hoppa yfir valmynd

Landgræðslusamningur við skógræktarfélag Patreksfjarðar

Málsnúmer 2003034

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

19. nóvember 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Lögð fram drög að landgræðslusamningi Vesturbyggðar við skógræktarfélag Patreksfjarðar, markmið samningsins er stuðla að landvernd og tryggja íbúum sveitarfélagsins og almenningi svæði til útivistar um ókomna framtíð.

Skipulags- og umhverfisráð gerir ekki athugasemdir við samninginn að öðru leyti en að hann skarast við fyrirhugað athafnasvæði utan við Engjar(svæði 1), þá verður framkvæmdaraðili að huga að því að hluti svæðisins(svæði 3) er innan vatnsverndarsvæðis Patreksfjarðar og ber að haga umgengni og umferð í takt við það, einnig leggur ráðið til að skógræktarsvæði gangi ekki of nærri kirkjugarði með framtíðarstækkun í huga(svæði 2) og mögulega breyttrar aðkomu Barðastrandarvegar að Bíldudalsvegi. Skipulags- og umhverfisráð leggur til við bæjarstjórn að samningurinn verði samþykktur að teknu tilliti til ofangreindra athugasemda.




25. nóvember 2020 – Bæjarstjórn

Lögð fram drög að landgræðslusamningi Vesturbyggðar við skógræktarfélag Patreksfjarðar, markmið samningsins er stuðla að landvernd og tryggja íbúum sveitarfélagsins og almenningi svæði til útivistar um ókomna framtíð.

Skipulags- og umhverfisráð lagði til við bæjarstjórn á 78. fundi sínum, 19. nóvember sl. að samningurinn yrði samþykktur að teknu tilliti til eftirfarandi athugasemda:

Á svæði 1 skarast svæðið við fyrirhugað athafnasvæði utan við engjar.
Á svæði 2 leggur ráðið til að skógræktarsvæði gangi ekki of nærri kirkjugarði með framtíðarstækkun í huga og mögulega breyttrar aðkomu Barðastrandarvegar að Bíldudalsvegi.
Á svæði 3 verður framkvæmdaraðili að huga að því að hluti svæðisins er innan vatnsverndarsvæðis Patreksfjarðar og ber að haga umgengni og umferð í takt við það

Til máls tók: Forseti

Bæjarstjórn samþykkir framlagðan samning við Skógræktarfélag Patreksfjarðar að teknu tilliti til athugasemda skipulags- og umhverfisráðs.




29. ágúst 2023 – Bæjarráð

Á 354. fundi bæjarstjórnar sem haldinn var 25. nóvember 2020 voru lögð fram drög að landgræðslusamningi Vesturbyggðar við skógræktarfélag Patreksfjarðar sem hafði það markmið að stuðla að landvernd og tryggja íbúum sveitarfélagsins og almenningi svæði til útivistar um ókomna tíð. Bæjarstjórn samþykkti tillögu skipulags- og umhverfisráðs þar sem lagt var til að samþykkja framlagðan samning að teknu tilliti til athugasemd skipulags- og umhverfisráðs um skörun á svæði.

Byggingarfulltrúi Vesturbyggðar hefur útbúið hnitsetningu í samráði við skógræktarfélag Patreksfjarðar og framangreindar athugasemdir. Hnitsetningar svæðanna 1 - Engjar, 2 - Höggið og 3 - Miklidalur er falla undir samninginn eru lagðar fram til staðfestingar bæjarráðs sem og ný hnitsetning fyrir svæði 4 - Litlidalur, sem Skógræktarfélag Patreksfjarðar hefur óskað eftir að falli janframt undir samninginn. Áður var í gildi samningur um hluta af svæði 4, sem er útrunninn. Því er um endurnýjun leigusamnings að ræða á svæði 4 í samræmi við forleigurétt sem getið er leigusamningi frá 7. júní 1990.

Bæjarráð samþykkir að ganga til samninga við Skógrækt ríkisins og Skógrækt Patreksfjarðar um leigu á svæðunum og felur bæjarstjóra að undirrita framlögð drög að samningi með þeim breytingum sem ræddar voru.