Hoppa yfir valmynd

Kortlagning beitilanda sauðfjár - Landgræðslan

Málsnúmer 2003037

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

16. apríl 2020 – Skipulags og umhverfisráð

Erindi frá Landgræðslunni. Landgræðslan er að fara að kynna ástandsmat gróðurs og jarðvegs á öllu Íslandi og samhliða því hefur Landgræðslan einnig verið að kortleggja þau svæði sem eru nýtt fyrir sauðfjárbeit og þau svæði sem ekki geta flokkast sem beitilönd. Eftirfarandi skilgreiningar voru notaðar í vinnuna:

1. Beitarsvæði: Öll þau svæði þar sem engar takmarkanir eru á beit á hefðbundnum beitartíma.

2. Landgræðslugirðingar: Þau svæði sem Landgræðslan hefur umsjón með og eru friðuð fyrir sauðfjárbeit með girðingum sem eru á ábyrgð stofnunarinnar. Þarna eiga sér oftast stað uppgræðslur

3. Friðuð svæði fyrir beit: Svæði þar sem sauðfjárbeit er takmörkuð s.s. vegna landgræðslustarfs, skógræktar, byggðar o.s.frv. Einnig eru undir þessum flokki svæði þar sem beitarstýring á sér stað vegna gæðastýrðar sauðfjárframleiðslu en það fé sem finnst þar er skorið eða haldið heima.

4. Fjárlítil og fjárlaus svæði: Svæði sem sauðfé gengur almennt ekki á vegna landfræðilegra aðstæðna og því ekki smöluð skv. fjallskilum.

Óskað er eftir rýni sveitarfélagsins á fyrirliggjandi kortagögnum og athugasemdum þeim tengdum ef einhverjar eru. Kortið er ennþá á vinnustigi en verður gefið út með formlegum hætti ásamt stöðumatinu á næstu misserum.

Skipulags- og umhverfisráð vísar erindinu til fjallskilanefndar Vesturbyggðar og Tálknafjarðarhrepps.
17. september 2020 – Fjallskilanefnd Vesturbyggðar og Tálknafjarðar

Lagt fram erindi frá Landgræðslunni dags. 19. mars 2020. Í erindinu er kynnt ástandsmat gróðurs og jarðvegs á öllu Íslandi og kortlagning þeirra svæða sem eru nýtt eru fyrir sauðfjárbeit og þau svæði sem ekki geta flokkast sem beitilönd. Í erindinu er óskað eftir rýni á fyrirliggjandi kortagögnum og athugasemdum þeim tengdum ef einhverjar eru. Erindinu var vísað til fjallskilanefndar af skipulags- og umhverfisráði Vesturbyggðar á 71. fundi ráðsins. Einnig var lagt fram ástandskort yfir beitilönd úr GróLind.

Fjallskilanefnd gerir ekki athugasemdir við flokkun skv. framlögðu korti um ástand beitilands í sveitarfélögunum tveimur.