Hoppa yfir valmynd

Aðgerðir sveitarfélaga til viðspyrnu fyrir atvinnulíf vegna samdráttar í kjölfar COVID-19

Málsnúmer 2003042

Skráðu netfangið þitt og við sendum tilkynningu ef það er skráð fundargerð með þessu málsnúmeri.

25. mars 2020 – Bæjarstjórn

Lagt fram bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 19. mars 2020 þar sem því er beint til sveitarfélaga að hrinda í framkvæmd eins og kostur er hugmyndum og ábendingum að aðgerðum til viðspyrnu fyrir íslenskt atvinnulíf í ljósi þess samdráttar sem blasir við í þjóðarbúskapnum.
Vegna röskunar á skóla- og frístundastarfi i Vesturbyggð leggur bæjarstjórn til að felld verði niður gjöld vegna þeirrar þjónustu sem hefur orðið skerðing á vegna útbreiðslu Covid-19. Þá leggur bæjarstjórn til að þar sem íþróttamiðstöðvarnar Brattahlíð og Bylta verða lokaðar í óákveðin tíma vegna samkomubanns, verði tímalengd aðgangskorta fryst og framlengist sem lokun nemur.

Bæjarstjórn leggur til að unnar verði tillögur um frestun gjalddaga fasteignagjalda með svipuðum hætti og ríki býður fyrirtækjum að fresta gjalddögum vegna staðgreiðslu og tryggingagjalds sem og að unnin verði greining á gjaldskrám Vesturbyggðar þar sem kannað verður hvort unnt sé að lækka tímabundið eða breyta tilteknum liðum.

Bæjarstjórn felur sviðsstjóra umhverfis- og framkvæmdasviðs að greina hvaða framkvæmdir væri unnt að flýta á næstu mánuðum sem og hvaða framkvæmdir sveitarfélagið geti ráðist í verði fjármálareglur sveitarfélaga rýmkaðar þannig jafnvægisreglu og skuldareglu verði tímabundið vikið til hliðar.

Til máls tóku: Forseti og FM.

Samþykkt samhljóða.
31. mars 2020 – Bæjarráð

Lagt er til að breytingar verði gerðar á gjalddögum fasteignagjalda árið 2020 í samræmi við lög um breytingu á ýmsum lögum til að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldurs Covid-19, sem voru samþykkt á alþingi 30. mars. sl. Bæjarstjóra og sviðsstjóra fjármála- og stjórnsýslusviðs falið að vinna að málinu.

Lögð fram gögn vegna landfyllingar á Bíldudal sem mælt er fyrir um í þingsályktun um sérstakt tímabundið fjárfestingarátak. Hafnarstjóri kom inn á fundinn og fór yfir málið. Bæjarráð fagnar framlagi í framkvæmdina sem lögð hefur verið mikil áhersla á í ljósi aukinna umsvifa fyrirtækja á Bíldudal.
27. apríl 2020 – Hafna- og atvinnumálaráð

Lagt fram til kynningar skjal um stöðu verkefna í aðgerðapakka sveitarfélaga um viðspyrnu gegn samdrætti í þjóðarbúskapnum dags. 31. mars.